Innanríkisráðuneyti

139/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 892 10. desember 1999, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. gr., liður 2.1. orðast svo:

2.1.

Félagið starfrækir talnagetraunir (lottó) undir heitunum Lottó 5/40, Jóker og Víkingalottó (Lottó 6/48), en hina síðastnefndu talnagetraun starfrækir það í samvinnu við eftirgreind talnagetraunafyrirtæki: AB Svenska Spel, Svíþjóð, Norsk Tipping A/S, Noregi, OY Veikkaus ab, Finnlandi, Danske Spil AS, Danmörku, AS Eesti Loto, Eistlandi, Lavijas Loto, Lettlandi og Olifeja Inc. Loto, Litháen. Um getraunastarfsemina gilda eftirfarandi reglur:



2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 6. gr. laga um talnagetraunir, nr. 26 2. maí 1986, öðlast gildi 17. febrúar 2011.

Innanríkisráðuneytinu, 15. febrúar 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica