Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

212/2010

Reglugerð um breyting á reglugerð um útlendinga, nr. 53 23. janúar 2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á VII. kafla:

  1. Á eftir 44. gr. komi ný grein, 44. gr. a, sem orðist svo:
    Heimilt er að veita dvalarleyfi á grundvelli 3. mgr. 11. gr. útlendingalaga, að fullnægðum skilyrðum 1. og 2. mgr. 11. gr., útlendingi sem kemur til landsins í lögmætum og sérstökum tilgangi m.a. þegar það er nauðsynlegt til efnda á þjóðréttarskuldbindingu um veitingu dvalarleyfis sem ekki fellur undir 12. gr. - 12. gr. e eða 13. gr.
  2. Í stað orðanna "2. mgr. 11. gr." í 1., 2. og 3. mgr. 45. gr. og í fyrirsögn 45. gr. komi: 12. gr. f.
  3. Í stað orðanna "3. mgr. 11. gr." í fyrirsögn 46. gr. komi: 12. gr. g.
  4. Orðin "eldri en 24 ára" í a-, b- og c-liðum 2. mgr. 47. gr. falla niður.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3, II. kafla:

7. tl. orðist svo: Handhafar diplómatavegabréfa, opinberra vegabréfa og þjónustu­vegabréfa frá Tyrklandi, handhafar diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa frá Pakistan og Suður-Afríku og handhafar diplómatískra vegabréfa frá Rússlandi.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 6. gr. og 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002 öðlast gildi þegar í stað.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 8. mars 2010.

Ragna Árnadóttir.

Kristrún Kristinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica