Brot á ákvæðum 4. gr. laga um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi, nr. 73 31. maí 2001, varða sektum að fjárhæð kr. 25.000.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef veigamikil rök mæla með því.
Um innheimtu sekta samkvæmt 1. gr. og um vararefsingu sektanna gilda ákvæði 52. gr. og 4.–5. mgr. 54. gr. almennra hegningarlaga.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi, nr. 73 31. maí 2001, öðlast þegar gildi.