Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

747/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 1. mgr. 86. gr., sbr. reglugerð nr. 799 30. desember 1998, bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

f. Löggildingu ökukennara 3.000 kr.


2. gr.

Við 3. kafla VII. viðauka bætast eftirfarandi innlendar tákntölur með skýringum:

500 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokksins B.
525 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A og B.
550 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna B, C, D og E.
575 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A, B, C, D og E.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 56. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 83 10. maí 2002, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. október 2002.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica