Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

683/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 915 25. nóvember 2000. - Brottfallin

683/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
nr. 915 25. nóvember 2000.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

a. Liður 01.206 (1) orðist svo:
Bifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segja til um og ætluð er til efnisflutninga utan vega eða innan afmarkaðra vinnusvæða.
b. Nýr liður 01.211 (1) orðist svo:
Flugvallarrúta: Bifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um og ætluð er til fólksflutninga milli flugvélar og flugstöðvar innan afmarkaðs flugvallarsvæðis.


2. gr.

3. gr. breytist þannig:

a. Á eftir EBE tilskipun nr 92/61 í 1. mgr. í lið 03.01 (1) komi: með síðari breytingum.
b. Í tilvísun í 1. mgr. í lið 03.210 (1) komi 03.05 (2)a í stað 03.05 (3)c.
c. Nýr liður 03.211 (1) orðist svo:
Flugvallarrúta: Við viðurkenningu til skráningar á flugvallarrútu skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)a og 03.05 (3)a og (3)c. Þó skal framvísa upplýsingum um merkingu tákna í verksmiðjunúmeri eftir því sem við á. Kröfu um búnað skv. reglugerð þessari skal uppfylla eftir því sem við á.


3. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. 1. mgr. í lið 07.01 (5) orðist svo:
Skilgreining: Dagljós koma í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né skyggni lélegt. Sem ljósker fyrir dagljós má nota aðalljósker, aðalljósker með lækkaðri spennu, þokuljósker eða sérstök dagljósker með viðurkenningarnúmeri.
b. 5. mgr. í lið 07.01 (5) orðist svo:
Tenging: Ljós má kvikna sjálfkrafa af völdum lykilrofa, hreyfils sem gangsettur hefur verið (hleðsla, smurþrýstingur), hreyfingu ökutækis eða gírskiptingu. Sérstök dagljós skulu kvikna sjálfkrafa.
Ljóskerin skulu tengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega einnig vera tengd framvísandi stöðuljóskerum. Ljósker fyrir dagljós skulu þannig tengd að þau slokkni sjálfkrafa þegar kveikt er á stöðuljósum eða aðalljósum.


4. gr.

Liður 09.10 (5) í 9. gr. orðist svo:
Óheimilt er að þekja framrúðu og hliðarrúður sem eru framar en bak ökumannssætis í öftustu stöðu að hluta til eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.


5. gr.

Í stað orðanna "4,7 g" í lið 16.02 (3)f í 16. gr. komi: 3 g.


6. gr.

Taflan bifreiðar og eftirvagnar í viðauka III breytist þannig:
Í reitinn "síðari viðbætur" við tilskipun 70/156/EBE bætist: 2001/56/EB og 2001/92/EB.
Í reitinn "síðari viðbætur" við tilskipun 70/387/EBE bætist: 2001/31/EB.
Í reitinn "síðari viðbætur" við tilskipun 88/77/EBE bætist: 2001/27/EB.
Í reitinn "síðari viðbætur" við tilskipun 92/22/EBE bætist: 2001/92/EB.
Í reitinn "síðari viðbætur" við tilskipun 92/23/EBE bætist: 2000/43/EB.


7. gr.

Taflan bifreiðar og eftirvagnar í viðauka IV breytist þannig:
a. Við tölulið 1 (tilskipun 70/156/EBE) bætast eftirfarandi línur:

2001/56/EB L 292 11.09.2001 ***48/2002; 44, 05.09.2002
2001/92/EB L 292 09.11.2001 ***48/2002; 44, 05.09.2002

b. Við tölulið 7 (tilskipun 70/387/EBE) bætist ný lína:

2001/31/EB L 130 12.05.2002 ***70/2002; 29, 13.06.2002

c. Við tölulið 44 (tilskipun 88/77/EBE) bætist ný lína:

2001/27/EB L 107 18.04.2001 ***27/2002; 29, 13.06.2002

d. Við tölulið 45c (tilskipun 92/22/EBE) bætist ný lína:

2001/92/EB L 292 09.11.2001 ***48/2002; 44, 05.09.2002

e. Við tölulið 45d (tilskipun 92/23/EBE) bætist ný lína:

2001/43/EB L 211 04.08.2001 ***26/2002; 29, 13.06.2002

8. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda um ökutæki sem skráð verða, viðurkennd eða tekin í notkun í fyrsta sinn 1. október 2002 eða síðar, nema annað sé ákveðið. Heimilt er nú þegar að útbúa ökutæki í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. september 2002.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica