Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

837/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 148 1. mars 2000, með síðari breytingum.

1. gr.

5. gr., sbr. reglugerð nr. 268 21. mars 2001, orðist svo:
Í happdrættinu eru 80.000 hlutanúmer (hlutamiðar). Af hverju númeri eru gefnar út tvær flokkaraðir, sem greinast að með bókstöfunum A og B. Sama verð gildir um hvora flokkaröð. Draga skal úr öllum útgefnum númerum í báðum flokkaröðunum.

Við kaup á hlutanúmeri í happdrættinu er gerð skráning í tölvuskrá happdrættisins um seld númer. Kaupanda númers er afhent skjal til staðfestingar á keyptu númeri. Skjaliðber áritað keypt númer, svo og verð hlutanúmers(miðans) og þá útdrætti sem greitt er fyrir. Á hvert skjalskal prenta nafn og merki happdrættisins, svo og eiginhandarundirskrift stjórnarformanns og forstjóra happdrættisins. Ef númer er selt annars staðar en hjá aðalumboði skal stimpla á skjalið umboðsnúmer og sölustað.

Draga skal vikulega og eigi sjaldnar en fjórum sinnum í mánuði í hverjum flokki.

2. gr.

B-liður 11. gr. orðist svo:
Dráttarforrit og annan hugbúnað sem stýrir tölvunni við útdráttinn.

3. gr.

2. mgr. 12. gr. orðist svo:
Dráttarforritið og annar hugbúnaður skal varðveittur í þar til gerðri tölvu sem innsigluð er með innsigli happdrættisráðs.

4. gr.

13. gr. orðist svo:
Útdráttur vinninga í happdrættinu fer fram með eftirfarandi hætti:

a. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með þeim hætti að stokknum er snúið en að því búnu er skráð sú 8 stafa tala sem fram kemur. Er þetta síðan endurtekið þar til fyrir liggur 48 stafa tala.
b. Tölvan með útdráttarforriti er tekin undan innsigli af fulltrúum happdrættisráðsins.
c. Tölvan ræst, sett í upphafsstöðu og afritunardisklingur settur í hana.
d. Upplýsingar um útdráttinn og vinninga eru færðar í tölvuna og að því búnu lykiltalan.
e. Tölvan dregur og færir útdrátt á diskling, en síðan er prentuð vinningaskrá sem happdrættisráðið staðfestir með undirskrift sinni.
f. Afritunardisklingur tekinn úr útdráttartölvu og honum læst.
g. Útdráttartölvan innsigluð með innsigli happdrættisráðsins og varðveitt í aðalumboði happdrættisins. Happdrættisráðið færir skýrslu um framkvæmd útdráttarins.
h. Gögn um útdráttinn eru flutt í tölvukerfi happdrættisins af útdráttardisklingi.

5. gr.

Í stað "20 raðnúmer" í 2. mgr. 20. gr. komi: 10 raðnúmer.

6. gr.

21. gr. orðist svo:
Gjald fyrir hverja hringingu, þar sem þátttaka í happdrættinu er staðfest, er 300 kr. og gjaldfærist á símareikning rétthafa símanúmers. Á reikningsyfirliti rétthafa símanúmers kemur fram að um þátttöku í Happdrætti D.A.S. sé að ræða. Landssíminn sér um að innheimta þátttökugjald í gegnum innheimtukerfi fyrirtækisins.

7. gr.

24. gr. orðist svo:
Til vinninga í happdrættinu skal verja a.m.k. 20% af heildarsöluverði hverrar happdrættisviku.
Vinningsverðmæti skiptist þannig:

a. Einn aðalvinningur af þeirri tegund sem lög um happdrættið heimila og skal hann vera að lágmarki 70% af vinningsverðmæti.
Verðmæti aðalvinnings ákvarðast við að hjóli með 32 reitum er snúið í sjónvarpsþætti á vegum happdrættis D.A.S. og skal meðalverðmæti vinninga á hjólinu ekki vera undir 500.000 kr.
b. 100 húsbúnaðarvinningar og skal varið til þeirra að lágmarki 30% af vinningsverðmæti sem skiptist jafnt á þá.

Í þeim tilvikum sem aðalvinningur nær ekki 70% af vinningsverðmæti hækkar vinningsverðmæti vinninga samkvæmt þessum lið þannig að 20% vinningshlutfall náist.

Vinningsnúmer skal birta í fjölmiðlum eftir hvern útdrátt.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, sbr. lög nr. 53 25. maí 1976, lög nr. 24 26. mars 1987 og lög nr. 21 17. apríl 1997, um breyting á þeim lögum, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 26. október 2001.

Sólveig Pétursdóttir.

Björn Friðfinnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.