Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

229/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 148/1965 um eftirlit með útlendingum. - Brottfallin

229/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 148/1965 um eftirlit með útlendingum.

1. gr.

30. gr. orðist svo:
Hver sá sem rekur gististað, heldur tjaldstæði eða lætur í té hvers konar gistiaðstöðu gegn gjaldi skal halda skrá yfir þá útlendinga sem þar gista. Skráin skal færð á þar til gerð eyðublöð, samkvæmt nánari ákvörðun ríkislögreglustjóra. Lögregla skal hvenær sem er hafa aðgang að upplýsingum úr skránni.

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í skránni:

a. Fullt nafn útlendings og fullt nafn maka og barna sem ferðast með honum,
b. fæðingardagur og ár útlendings, maka og barna sem ferðast með honum,
c. ríkisfang,
d. fast heimilisfang,
e. komudagur,
f. tegund og númer ferðaskilríkis.

Útlendingur skal fylla eyðublaðið út eigin hendi, rita undir það nafn sitt og sýna um leið gild persónuskilríki til staðfestingar. Maki og ólögráða börn þurfa ekki að fylla út eigin hendi eða undirrita eyðublaðið né heldur þátttakendur í hópferð. Þátttakendur í hópferð má færa sameiginlega á skrá, sem fararstjóri undirritar.

Eftir að skrá skv. 1. mgr. hefur verið fyllt út skal geyma hana í tvö ár.


2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 8. gr. laga um eftirlit með útlendingum nr. 45 12. maí 1965, öðlast gildi 25. mars 2001.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 21. mars 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Dís Sigurgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica