Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

595/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348 8. október 1976. - Brottfallin

1. gr.

24. gr. falli niður.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1873, öðlast gildi 1. janúar 1995.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Við útdrátt vinninga í 3. og 12. flokki 1995 skal í hvort skipti draga sérstaklega út einn vinning í hverri röð, B, E, F, G og H, sbr. 9. gr., sem dreginn skal eingöngu úr seldum miðum.

Drátturinn fer þannig fram:

a.         Valið er númer með notkun stokks. Valið fer fram með þeim hætti að stokknum er snúið. Ef sex fyrstu stafir sem þá koma upp mynda tölu á bilinu

            1 - 60.000 skal sú tala skrá og telst hún vinningsnúmer. Ella skal valið endurtekið þar til slík tala kemur upp.

b.         Athugað er hvaða happdrættismiðar með vinningsnúmerinu eru seldir. Seldur miði sem ber númerið og bókstaf miðaraðar hlýtur vinning.

c.         Ef allar miðaraðir hljóta ekki vinning í þessum drætti skal dráttur endurtekinn vegna þeirra raða.

d.         Dráttur skal endurtekinn þar til miði í hverri miðröð hefur hlotið vinning.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 10. nóvember 1994.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica