Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

625/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348 8. október 1976 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

                14. gr. orðist svo:

                Vinningar í happdrættinu skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal fjárhæð vinninga nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldum samantöldum í öllum 12 flokkum. Vinningar í hverjum flokki skiptast í tvo hluta, almennan hluta og sjóðshluta.

                Stjórn happdrættisins ákveður, að fengnu samþykki happdrættisráðs, vinningatölu og verðmæti vinninga í hinum almenna hluta vinninga hvers flokks. Til almennra vinninga skal verja 6/7 hlutum af heildarfjárhæð vinninga ársins. Vinningaskrá vegna almenna hlutans skal samin fyrirfram fyrir hvert ár. Til vinninga í sjóðshluta skal verja 70% af 1/7 hluta af andvirði hvers selds miða í hverjum flokki. Falli sjóðsvinningur í flokki á óseldan miða skal hann leggjast við heildarfjárhæð sjóðsvinninga í næsta flokki. Í 12. flokki skal útdrætti sjóðsvinninga haldið áfram með þeim hætti að einn seldur miði í hverri útgefinni miðaröð happdrættisins hljóti vinning. Fjárhæð sjóðsvinninga í 12. flokki skal ákvörðuð þannig að sú fjárhæð sem varið var á árinu til vinninga í sjóðshluta verði að fullu ráðstafað sem vinningum á selda miða.

 

2. gr.

                19. gr. orðist svo:

                Útdráttur vinninga fer fram með eftirfarandi hætti:

I.              Fyrri hluti útdráttar vinninga í hverjum flokki happdrættisins fer fram með tvennum hætti:

A.            Með notkun tölvu:

a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun tilskilins stokks og er sú 8 stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafstöðu.

c.             Dráttarforritið og annar hugbúnaður er tekinn undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna.

d.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast út jafnhliða.

                e.             Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá.

                f.              Sé óskað eftir afriti skrárinnar á segulbandi er það nú gert.

                g.             Dráttarforritið og annar hugbúnaður er tekinn til varðveislu af happdrættisráði.

B.            Með notkun stokks:

                Valdar eru tveggja stafa tölur. Valið fer fram með notkun tilskilins stokks og er sú tala, sem fram kemur og fyrstu tveir stafir mynda, skráð. Þetta er endurtekið þar til tilskilinn fjöldi talna hefur fengist. Tölurnar verða hluti af vinningaskrá, en þær vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Þau miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.

                Að þessum útdrætti loknum er prentuð úr heildarvinningaskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.

                Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

II.            Síðari hluti útdráttar vinninga í einstökum flokkum happdrættisins fer fram með eftirfarandi hætti:

A.            Í 1. til 11. flokki skal notuð tölva:

a.             Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun tilskilins stokks og er sú 8 stafa tala sem fram kemur skráð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.

                b.             Tölvan er hreinsuð og færð í upphafstöðu.

c.             Dráttarforritið og annar hugbúnaður er tekinn undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna.

d.             Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæðir, eru settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast út jafnhliða.

                e.             Tölvan dregur og prentar út skrá sem verður hluti af vinningaskrá.

                f.              Sé óskað eftir afriti skrárinnar á segulbandi er það nú gert.

                g.             Dráttarforritið og annar hugbúnaður er tekinn til varðveislu af happdrættisráði.

                Að þessum síðari útdrætti, vegna 1. til 11. flokks, loknum er prentuð út heildarvinningaskrá fyrir útdráttinn sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.

                Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

B.            Í 12. flokki skal notaður stokkur:

                Í 12. flokki skal draga sérstaklega út einn vinning í hverri röð, B, E, F, G og H, sbr. 9. gr., sem dreginn skal eingöngu úr seldum miðum.

                Drátturinn fer þannig fram:

a.             Valið er númer með notkun stokks. Ef fimm fyrstu stafir sem koma upp mynda tölu á bilinu 1-60.000 skal sú tala skráð og telst hún vinningsnúmer. Ella skal valið endurtekið þar til slík tala kemur upp.

b.             Athugað er hvaða happdrættismiðar með vinningsnúmerum eru seldir. Seldur miði sem ber númerið og bókstaf miðaraðar hlýtur vinning.

c.             Ef allar miðaraðir hljóta ekki vinning í þessum drætti skal dráttur endurtekinn vegna þeirra raða.

                d.             Dráttur skal endurtekinn þar til miði í hverri miðaröð hefur hlotið vinning.

                Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

               

3. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, öðlast gildi 1. janúar 1997.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 22. nóvember 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Jón Thors.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica