Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

81/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 206, 11. apríl 1991 um Jöfnunarsjóð sókna.

1. gr.

Orðin í 2. tl. 2. gr. „sbr. 3. gr. laga nr. 25/1985“ og „skv. 8. gr. sömu laga“ falli brott.

2. gr.

1. ml. 4. gr. orðist svo: Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði sókna skulu berast biskupsstofu fyrir 10. nóvember ár hvert og skal stjórn sjóðsins hafa lokið úthlutun fyrir 20. desember sama ár.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 9. gr. laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91 frá 29. desember 1987, öðlast þegar gildi. Skal fyrst úthlutað úr Jöfnunarsjóði sókna samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar fyrir 20. desember 1999 vegna ársins 2000. Úthlutun vegna ársins 1999 fer eftir eldri reglum.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. janúar 1999.

Þorsteinn Pálsson.

__________________

Hjalti Zóphóníasson.

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica