Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

283/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411

11. nóvember 1993, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                9. gr. breytist þannig:

                Liður 09.11 (5), sbr. reglug. nr. 242/1994, orðist svo:

                Búnaður til þess að hreinsa framrúðu fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/318 með breytingum í tilskipun nr. 94/68.

 

2. gr.

                12. gr. breytist þannig:

                Nýr liður, 12.20 (3), orðist svo:

(3)           Mæliaðferðir sem lagðar eru til grundvallar flokkun á bifhjólum með tilliti til hámarkshraða, hámarkssnúningsvægis og hámarksafls teljast vera fullnægjandi ef þær uppfylla ákvæði EB tilskipunar nr. 95/1.

 

3. gr.

                17. gr. breytist þannig:

                Liður 17.11 (3), sbr. reglug. nr. 242/1994, orðist svo:

                Skermun hjóla fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 78/549 með breytingum í tilskipun nr. 94/78 eru uppfyllt.

 

4. gr.

                18. gr. breytist þannig:

                Liður 18.11 (2), sbr. reglug. nr. 401/1994, orðist svo:

                Fólksbifreið skal uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipunum nr. 93/59 og 94/12, eða sambærilegar reglur.

 

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka EES samningsins, öðlast þegar gildi.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 29. maí 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica