Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

305/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 655 28. desember 1989. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 655 28. desember 1989.

 

1. gr.

 

              6. gr. breytist þannig:

a.            Liður 0.2.3 orðist svo:

Stjórn-, yfirfærslu- og hemlabúnaður skal hafa umframfærslu til að mæta hitabreytingum og nokkru sliti. Í vökvahemlabúnaði skal~fullri hemlun náð á 2/3 of heildarfærslu fetils.

b.            Liður 0.2.13 orðist svo:

Í hverju óháðu hemlakerfi með aðfengnu afli þar sem orka til hemlunar er flutt út í hjólin með þrýstilofti skal vera loki sem auðvelt er að komast að til þrýstimælinga. Hann skal vera sem næst þeim hemlastrokk (eða tilsvarandi) sem hefur lengsta lögn að þrýstilofts­geymi. Á lokanum utanverðum skulu vera gengjur M16x1,5 og hentug vörn gegn ryki o.þ.h.

c.            Aftan við 1ið 1.4.7 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Bifreið sem búin er hemlalæsivörn samkvæmt EB tilskipun nr. 71/320 og viðbót 88/194 þarf ekki að vera búin hleðslustýrðum hemlajöfnunarloka. Fulllestuð skal bifreið sem búin er slíkri hemlalæsivörn Beta fylgt ákvæðum liðar 0.2.20.

d.            Liður 6.1.2 orðist svo:

Aksturshemillinn skal vera of samtengdri gerð eða ýtihemill ef leyfð heildarþyngd er 3500 kg eða minna.

e.            Liður 6.1.3 orðist svo:

Aksturshemillinn skal vera of samtengdri gerð ef leyfð heildarþyngd er yfir 3500 kg.

f.            Aftan við 1ið 6:1.10 bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Eftirvagn sem búinn er hemlalæsivörn samkvæmt EB tilskipun nr. 71/320 og viðbót 88/ 194 þarf ekki að vera búinn hleðslustýrðum hemlajöfnunarloka. Fulllestaður skal eftirvagn sem búinn er slíkri hemlalæsivörn geta fylgt ákvæðum liðar 0.2.20.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 1. júlí 1991.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. júní 1991.

 

F. h. r.

Ólafur W. Stefánsson.

Guðni Karlsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica