Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

716/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki, og búnað lögreglumanna, nr. 528 18. ágúst 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki
og búnað lögreglumanna, nr. 528 18. ágúst 1997.

1. gr.

                Við grein 18, ákvæði til bráðabirgða, bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

                Heimilt er til 1. apríl 1998 að bera einkennishúfu 1 með öðrum einkennisfatnaði en jakka 1 og regnfrakka.

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast gildi 1. janúar 1998.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. desember 1997.

Þorsteinn Pálsson.

Símon Sigvaldason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica