Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

542/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfshætti skráningarstofu ökutækja, nr. 79 30. janúar 1997.

1. gr.

            1. gr. breytist þannig:

a.         Skilgreining um skoðunarstofu orðist svo:

            Skoðunarstofa: Faggilt skoðunarstofa sem fengið hefur starfsleyfi til að annast skoðun ökutækja.

b.         Við bætist ný skilgreining sem orðist svo:

            Endurskoðunarverkstæði: Verkstæði sem hlotið hefur starfsleyfi til að endurskoða að bætt hafi verið úr frávikum sem fram hafa komið við aðalskoðun, breytingaskoðun og skráningarskoðun.

2. gr.

            2. gr. breytist þannig:

a.         Á eftir 3. þankastriki komi nýtt þankastrik sem orðist svo:

            -           að reka tæknideild, sbr. 5. gr.,

b.         5. þankastrik (sem verður 6. þankastrik) orðist svo:

            -           að annast skráningu á aðilum sem hafa hlutverki og skyldum að gegna við skráningu ökutækja eða skoðun, svo sem innflytjendum ökutækja, skoðunarstofum, endurskoðunarverkstæðum og löggiltum bifreiðasölum,

3. gr.

            5. gr. orðist svo:

            Tæknideild skráningarstofu skal:

-           veita upplýsingar um reglur er varða gerð og búnað ökutækja og skráningu þeirra,

-           vera til ráðuneytis um þróun og mótun reglna um gerð og búnað ökutækja,

-           annast faglega forvinnu á reglum sem varða skráningu og skoðun ökutækja,

-           annast gerð og dreifingu uppfærðra skjala í Skoðunarhandbók, m.a. með tölvutækum hætti,

-           reikna út frávik við framkvæmd skoðana á skoðunarstofum samkvæmt Skoðunarhandbók og dreifa þeim upplýsingum til faggildingarsviðs Löggildingarstofu, skoðunarstofa og dómsmálaráðuneytisins,

-           annast eftirlit með framkvæmd skoðana hjá skoðunarstofum og endurskoðunarverkstæðum.

4. gr.

            Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 64. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. september 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica