Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

290/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands nr. 455 15. nóvember 1993.

1. gr.

5. gr. orðist svo:

Þátttaka í happdrættinu felst í því að greiða 50 kr., 100 kr., 150 kr., 200 kr. eða 250 kr. fyrir hvern leik í happdrættisvél. Nota skal 50 kr. mynt og/eða peningaseðla.

2. gr.

Fyrirsögn reglugerðarinnar verði: Reglugerð um pappírslaust peningahappdrætti Happdrættis Háskóla Íslands.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, sbr. lög nr. 23 5. maí 1986 og lög nr. 77 19. maí 1994, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. maí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Jón Thors.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.