Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

192/1998

Reglugerð um flutning á hættulegum farmi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um flutning á hættulegum farmi.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um flutning á hættulegum farmi á vegum og utan vega hér á landi.

Reglugerðin gildir ekki um flutning innan afmarkaðs athafnasvæðis fyrirtækis eða stofnunar eða byggingarsvæðis þar sem almenningur hefur takmarkaðan aðgang.

 

2. gr.

Almenn ákvæði.

Við flutning á hættulegum farmi skal fara eftir ADR-reglum, með viðaukum A og B, eins og þær eru í gildi hverju sinni hér á landi, sbr. ákvæði í EB tilskipun nr. 94/55 um að ADR-reglurnar skuli gilda innan þjóðríkja Evrópska efnahagssvæðisins, sem breytt er með EB tilskipun nr. 96/86.

Við eftirlit með flutningum á hættulegum farmi skal fara eftir EB tilskipun nr. 95/50 og viðaukum við þá tilskipun.

 

3. gr.

Skilgreiningar.

Með flutningi er átt við hvers konar tilfærslu á hættulegum farmi með flutnings­einingum ásamt lestun, losun, geymslu og annarri meðhöndlun á honum sem er hluti af tilfærslu hans.

Með hættulegum farmi er átt við eftirfarandi flokka hættulegra efna eða vara, í samræmi við tilmæli Sameinuðu þjóðanna nr. ST/SG/AC.10/1, sem bannað er eða aðeins leyft að flytja að uppfylltum skilyrðum á viðaukum A og B í ADR-reglunum:

1 Sprengifim efni

2 Lofttegundir

3 Eldfima vökva

4.1 Eldfim föst efni

4.2 Efni með hættu á sjálftendrun

4.3 Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn

5.1 Eldnærandi efni

5.2 Lífræn peroxíð

6.1 Eitruð efni

6.2 Smitefni

7 Geislavirk efni

8 Ætandi efni

9 Önnur hættuleg efni

Með - ADR-reglum" er átt við evrópska samkomulagið um flutning á hættulegum farmi milli landa sem undirritað var í Genf 1957, sem með tilskipun nr. 94/55/EB gildir sem reglur um flutning á hættulegum farmi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu jafnt innanlands sem milli landa, ásamt viðaukum A og B við samkomulagið eins og þeir hafa verið samþykktir hverju sinni af sameiginlegu EES-nefndinni.

Með lögbærum aðilum er átt við þau stjórnvöld eða aðra sem með reglugerðinni er falið að hafa eftirlit með framkvæmd hennar eða ráðuneytið felur að hafa eftirlit með framkvæmd einstakra greina. Með lögbærum aðilum er átt við, ef svo ber undir, erlenda lögbæra aðila varðandi tilteknar viðurkenningar samkvæmt tilskipun nr. 94/55/EB sem þá skulu einnig gilda hér á landi.

Með flutningseiningu er átt við ökutæki eins og það er skilgreint í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Um aðrar skilgreiningar varðandi t.d. tanka, gámatanka og gáma vísast í ADR-reglurnar.

 

4. gr.

Flokkun efna og vara.

Áður en efni eða vörur eru afhentar til flutnings skulu þær flokkaðar í samræmi við 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.

Sendandi vöru ber ábyrgð á að efni og vörur séu rétt flokkaðar þegar þær eru afhentar til flutnings.

 

5. gr.

Umbúðir og merkingar þeirra.

Umbúðir um hættulegan farm skulu uppfylla kröfur ADR-reglnanna, m.a. í samræmi við viðbætur A.5 og A.6 í ADR-reglunum eftir því sem við á.

Umbúðir skulu merktar með Sameinuðu þjóða númeri vörunnar og með einum eða fleiri varúðarmerkjum sem sýnd eru í viðauka I og í samræmi við ADR-reglurnar. Sendandi efna eða vara ber ábyrgð á að umbúðir séu í samræmi við ákvæði ADR-­reglnanna og að þær séu rétt merktar.

 

6. gr.

Flutningsskjöl.

Með flutningi á hættulegum farmi skulu fylgja eftirfarandi gögn:

a. Farmbréf með eftirfarandi upplýsingum um vöruna, sbr. viðauka A í ADR-reglunum: Sameinuðu þjóða númer og heiti samkvæmt ADR-reglunum, flokkur, efnisnúmer, bókstafir, bókstafirnir - ADR", fjöldi eininga, gerð umbúða og þyngd eða rúmmál vörunnar. Fyrir sprengifim efni skal einnig rita söluheiti þegar það á við; einnig skal gefa upp nettóþyngd efnisins. .

b. Vottorð sendanda í samræmi við viðauka A í ADR-reglunum, þar sem hann vottar m.a. að flytja megi vöruna samkvæmt ADR-reglunum, að umbúðir séu viðurkenndar og rétt merktar og varan í þannig ástandi og hafi verið þannig meðhöndluð að hún sé tilbúin til flutnings.

c. Flutningsslysablað með upplýsingum um varúðarráðstafanir og fyrstu viðbrögð við óhapp, sbr. ADR-reglurnar.

d. Vottorð (ADR-skírteini), í samræmi við reglugerð um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja tiltekinn hættulegan farm, sbr. einnig ADR-reglurnar.

e. Vottorð um viðurkenningu þegar það á við samkvæmt ADR-reglunum. .

Sendandi efna eða vara skal láta flytjanda í té farmbréf, flutningsslysablað og vottorð sendanda þegar hann afhendir efni eða vöru til flutnings. Flutningsaðila er óheimilt að taka til flutnings efni eða vöru nema fullnægjandi gögn fylgi með henni.


 

7. gr.

Merking ökutækja.

Við flutning á hættulegum farmi skulu ökutæki merkt með tveimur ferhyrndum appelsínugulum hættuskiltum búnum endurskini í samræmi við viðauka II og ADR-­reglurnar. Skiltin skulu vera 400 mm að lengd og 300 mm að hæð með 15 mm breiðri svartri umgjörð. Þeim skal komið fyrir þannig að þau sjáist vel að framan og aftan á flutningseiningunni. Ef stærð eða lögun flutningseiningarinnar er þannig að erfitt er að koma fyrir skiltum af þessari stærð er heimilt að hafa þau 300 mm að lengd, 120 mm að hæð og breidd umgerðar 10 mm. Þegar það á við samkvæmt ADR-reglunum skulu skiltin vera með Sameinuðu þjóða númer og viðeigandi hættunúmer úr viðauka III. Við flutning í tönkum, gámatönkum, gámum og við flutning á lausri ósekkjaðri vöru skal merkja flutningseininguna í samræmi við ADR-reglurnar með einu eða fleiri varúðarmerkjum úr viðauka I og í samræmi við töflu I eða II í viðbæti B.5 í ADR reglunum.

 

8. gr.

Fylgibúnaður.

Við flutning á hættulegum farmi skal eftirfarandi fylgibúnaður vera með: Slökkvibúnaður:

Eitt a.m.k. 2 kg dufttæki eða sambærilegt fyrir bifreiðina og eitt a.m.k. 6 kg dufttæki eða sambærilegt fyrir farminn.

Annar búnaður:

- Verkfærasett fyrir - neyðarviðgerðir".

- A.m.k. einn stoppklossi fyrir bifreið og einn fyrir eftirvagn (sé slíkur með í för)hæfilegri stærð miðað við þunga bifreiðar/eftirvagns og stærð (þvermál) hjólbarða.          

- Tvö ljósker sem eru óháð rafkerfi bifreiðarinnar og lýsa stöðugt eða blikkandi appelsínugulu ljósi. Ljóskerin skulu þannig gerð að þau geti ekki tendrað eld í farminum við notkun. Ef nema þarf staðar í slæmu skyggni og ljós ökutækisins virka ekki skal staðsetja ljóskerin 10 m fyrir framan og aftan flutningseininguna.

- Nauðsynlegur búnaður fyrir fyrstu öryggisráðstafanir sem kveðið er á um í flutningsslysablaði (skriflegum leiðbeiningum) og þá sérstaklega:

(i) til varnar ökumanni:

- endurskinsvesti,

- heppileg augnvörn,

- heppileg öndunargríma gegn eitruðum efnum þegar þau eru flutt,

- heppilegir hlífðarhanskar,

- heppilegur hlífðarfótabúnaður,

- einfaldur líkamshlífðarbúnaður (t.d. úr plasti),

- vasaljós,

- augnskolflaska,

(ii) til að vara almenning við:

- fjórir endurskinsþríhyrningar,

(iii) til varnar umhverfisspjöllum:

- heppilegur þéttibúnaður fyrir niðurföll,

- heppileg skófla,

- sópur,

- heppilegt uppsogsefni,

- heppilegt í1át til að safna í litlu magni spilliefnis.

 

9. gr.

Réttindi ökumanna.

Við flutning á hættulegum farmi skulu ökumenn hafa réttindi (ADR-skírteini) í sam­ræmi við reglugerð um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja tiltekinn hættulegan farm, sbr. einnig ADR-reglurnar.

Við flutning á sprengifimum vörum skal vera aðstoðarmaður sem hefur sömu réttindi til slíks flutnings og ökumaðurinn og getur leyst hann af við flutninginn ef nauðsyn krefur, sbr. ADR-reglurnar.

 

10. gr.

Samlestun.

Óheimilt er að flytja saman sprengifim efni og annan hættulegan farm í eða á sama ökutæki. Heimilt er að flytja saman sprengifim efni í mismunandi aðskilnaðarflokkum í samræmi við töflu í viðauka IV Ekki er heimilt að flytja fóðurvöru eða matvæli með hættulegum farmi sem merktur er með varúðarmerkjum 6.1 eða 6.2, sbr. viðauka I.

 

11. gr.

Viðurkenning flutningseininga.

Þegar það á við skulu flutningseiningar vera viðurkenndar af lögbærum yfirvöldum í samræmi við ADR-reglurnar.

 

12. gr.

Eftirlit, prófanir, viðurkenningar.

Eftirlit, prófanir eða viðurkenningar sem krafist er í ADR-reglunum skulu gerðar af lögbærum aðilum.

Vinnueftirlit ríkisins hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar hvað varðar flokkun efna, viðurkenningu umbúða, prófanir og viðurkenningar sem krafist er í ADR-­reglunum.

Lögreglan hefur eftirlit með að farið sé eftir reglugerð þessari við sjálfan flutninginn á hættulegum farmi eins og hann er skilgreindur í reglugerðinni.

Geislavarnir ríkisins hafa yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar hvað varðar flokkun efna, viðurkenningu umbúða, prófanir og viðurkenningar sem krafist er í ADR-­reglunum varðandi geislavirk efni.

Hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi til flutnings á spilliefnum í samræmi við mengunarvarnareglugerð.

Dómsmálaráðuneytið getur falið öðrum og viðurkennt aðra til að fara með afmarkað eftirlit eða viðurkenningar.

 

13. gr.

Flutningur á sprengifimum efnum.

Ökutæki sem flytja sprengifim efni skulu flokkuð og viðurkennd í einhvern af þremur flokkum í samræmi við ADR-reglurnar og í samræmi við reglugerð um sprengiefni. Ekki má flytja meira magn af sprengifimum efnum í einni flutningseiningu en fram kemur í töflu í viðauka V

 

14. gr.

Sérstök ákvæði.

Lögbær yfirvöld geta sett sérstakar reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng eða yfir brýr ef nauðsyn krefur. Lögreglan getur sett sérreglur um flutningsleiðir og fylgd ökutækja.


Óheimilt er að flytja milli staða meira en 50 kg sprengiefnis með sama ökutæki nema til komi leyfi lögreglustjóra á áfangastað samkvæmt reglugerð um sprengiefni. Við flutning á sprengiefni skal lögreglustjórum umdæma sem flutningurinn fer um tilkynnt um flutninginn.

Til að ferma eða afferma (umferma) ökutæki með hættulegan farm á almennu svæði í þéttbýli, þarf sérstakt leyfi lögreglu. Ef til slíks kemur utan þéttbýlis skal láta lögregluna vita áður en ferming eða afferming (umferming) hefst. Þetta á við um efni samkvæmt viðauka B í ADR-reglunum og töflu í viðauka VI.

Vakta skal ökutæki sem flytur hættulegan farm í samræmi við viðauka B í ADR-­reglunum og viðauka VII.

Ökumaður skal forðast að stöðva ökutæki með hættulegan farm nálægt íbúðarhúsnæði eða svæði sem almenningur á erindi um. Stöðvun ökutækis á slíkum stöðum má ekki vara lengur en lögreglan hefur gefið samþykki sitt fyrir. Þetta gildir um flutninga á hættulegum efnum í samræmi við viðauka B í ADR-reglunum og viðauka VIII.

Óheimilt er að flytja farþega með ökutæki sem flytur hættulegan farm við aðrar aðstæður en undanþága er vent fyrir, sbr. viðauka B í ADR-reglunum og viðauka IX.

 

15. gr.

Undanþágur.

Víð flutning á stykkjavöru í minna magni en fram kemur í töflu 1 í viðauka IX er einungis krafist eftirfarandi gagna og búnaðar:

- Farmbréfs (þar skal einnig koma fram að farmurinn sé fluttur samkvæmt undan­þágum í ADR-reglunum).

- Viðurkenndra umbúða.

- Merktra umbúða.

- Eins slökkvitækis (2 kg dufttæki).

- Vottorðs sendanda.

 

16. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 1, mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, og með hliðsjón af tölul. 17 d og e í XIII. viðauka við EES samninginn (tilskipun nr. 94/55/EB, sbr. tilskipun nr. 96/86/EB, og tilskipun nr. 95/50/EB) og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið hvað varðar þátt Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis­ráðuneytið hvað varðar þátt Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 59 16. janúar 1998.

EES gerðir sem vísað er til eru birtar í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 23. og 32. hefti 1996 og 29. hefti 1997.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði ADR-reglna um búnað ökutækja sem flytja hættulegan farm og skráð hafa, verið fyrir gildistöku reglugerðarinnar koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. mars 1999.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. mars 1998.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W Stefánsson.

 

VIÐAUKI II

[... myndir af hættumerkjum, sjá Stjórnartíðindi, B-deild 1998, bls 706-708.]

 

VIÐAUKI II

Hættuskilti.

[ mynd]                                                  Hættuskilti 40sm x 30sm.

Efri talan sýnir ADR-hættunúmer og neðri talan táknar Sameinuðu þjóða númerið fyrir farminn sem fluttur er.

 

Sem dæmi um Sameinuðu þjóða númer (SÞ-númer, neðri talan) má nefna að 1088 er númer fyrir asetal, 1203 númer fyrir bensín, 1202 fyrir díselolíu, 1951 fyrir djúpkælt argon og 2187 fyrir djúpkælt koldíoxíð. Varðandi efri töluna (hættunúmer), sjá viðauka III.

 

VIÐAUKI III

Hættunúmer og merking þeirra.

 

Eftirfarandi gildir um tölustafi í hættunúmeri:

0 Án merkingar

1 Ekki notað

2 Gas getur myndast

3 Eldhætta

4 Eldfimt fast efni

5 Hætta á oxun (eldnæring) 6 Hætta á eitrun

7 Hætta á geislavirkni

8 Hætta á ætingu

9 Hætta á skyndilegu öflugu efnahvarfi.

 

Ef sama talan er tvítekin þýðir það aukningu á hættunni, t.d. þýðir 30 eldfimur vökvi

(t.d. díselolía), en 33 þýðir mjög eldfimur vökvi (t.d. bensín). Ef bókstafurinn X er fyrir framan tölurnar þýðir það að ekki má nota vatn víð slökkvistarf.

 

Eftirfarandi samsetningar hættunúmera eru notaðar:

20 Kæfandi lofttegund eða óvirk lofttegund

22 Djúpkæld lofttegund, kæfandi

223 Djúpkæld, eldfim lofttegund

225 Djúpkæld, eldnærandi lofttegund

23 Eldfim lofttegund

236 Eldfim, eitruð lofttegund

239 Eldfim lofttegund, hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi

25 Eldnærandi lofttegund

26 Eitruð lofttegund

263 Eitruð, eldfim lofttegund

265 Eitruð, eldnærandi lofttegund

268 Eitruð, ætandi lofttegund

30 Eldfimur vökvi (blossamark 23°C til og með 61°C) eða eldfimur vökvi eða bráðið fast

efni með blossamark yfir 61°C, upphitað í eða yfir blossamark eða vökvi sem hitnað getur af sjálfu sér

323 Eldfimur vökvi sem hvarfast víð vatn og myndar eldfimar lofttegundir

X323 Eldfimur vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *) 33 Mjög eldfimur vökvi (blossamark undir 23°C)

333 Vökvi sem kviknað getur í af sjálfu sér

X333 Vökvi sem kviknað getur í af sjálfu sér og sem hvarfast kröftuglega víð vatn *)

336 Mjög eldfimur, eitraður vökvi

338 Mjög eldfimur, ætandi vökvi

X338 Mjög eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn *)

339 Mjög eldfimur vökvi, hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi

36 Eldfimur vökvi (blossamark 23°C til og með 61 °C) eða vökvi sem hitnað getur af sjálfu sér, eitraður

362 Eldfimur, eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

X362 Eldfimur, eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *)

38 Eldfimur vökvi, (blossamark 23°C til og með 61°C), ætandi

382 Eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir  

X382 Eldfimur, ætandi vökvi sem hvarfast kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir *)        

39 Eldfimur vökvi, hætta á sjálfvöktu og kröftugu efnahvarfi

40 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hvarfast getur eða hitnað af sjálfu sér

423 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

X423 Fast eldfimt efni, hvarfast við kröftuglega við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

44 Bráðið, eldfimt fast efni, upphitað

44b Bráðið, eldfimt fast efni, eitrað, upphitað

46 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hitnar af sjálfu sér, eitrað

462 Eitrað fast efni sem hvatfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

X462 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eitraðar lofttegundir

48 Eldfimt fast efni eða fast efni sem hitnar af sjálfu sér, ætandi

482 Ætandi fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

X482 Fast efni sem hvarfast við vatn og myndar ætandi lofttegundir

50 Eldnærandi efni

539 Eldfim lífræn peroxíð

55 Sterkt eldnærandi efni

556 Sterkt eldnærandi efni, eitrað

558 Sterkt eldnærandi efni, ætandi

559 Sterkt eldnærandi efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi

56 Eldnærandi efni, eitrað

568 Eldnærandi efni, eitrað, ætandi

58 Eldnærandi efni, ætandi

59 Eldnærandi efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi

60 Eitrað eða lítið eitrað efni

606 Smitefni

623 Eitraður vökvi sem hvarfast við vatn og myndar eitraðar lofttegundir

63 Eitrað efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C)

638 Eitrað efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C), ætandi

639 Eitrað efni, eldfimt (blossamark undir 61°C), hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi

64 Eitrað fast efni, eldfimt eða sem getur hitnað af sjálfu sér

642 Eitrað fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

65 Eitrað, eldnærandi efni

66 Mjög eitrað efni

663 Mjög eitrað efni, eldfimt (blossamark hámark 61°C)

664 Mjög eitrað fast efni, eldfimt eða getur hitnað af sjálfu sér

665 Mjög eitrað, eldnærandi efni

668 Mjög eitrað efni, ætandi

669 Mjög eitrað efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi

68 Eitrað efni, ætandi

69 Eitrað eða lítið eitrað efni, hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi

70 Geislavirkt efni

72 Geislavirk lofttegund

723 Geislavirk lofttegund, eldfim

73 Geislavirkur vökvi, eldfimur (blossamark hámark 61°C)

74 Geislavirkt fast efni, eldfimt

75 Geislavirkt efni, eldnærandi

76 Geislavirkt efni, eitrað

78 Geislavirkt efni, ætandi

80 Ætandi eða veikt ætandi efni

X80 Ætandi eða veikt ætandi efni sem hvarfast kröftuglega við vatn *)

83 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C)

X83 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C) sem hvarfast kröftuglega við vatn *)

839 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C), hætta á sjálfvöktu, kröftugu efnahvarfi *)

X839 Ætandi eða veikt ætandi, eldfimt efni (blossamark 23°C til og með 61°C), hætta á sjálfvöktu kröftugu efnahvarfi og hvarfast kröftuglega við vatn

84 Ætandi fast efni, eldfimt eða getur hitnað af sjálfu sér

842 Ætandi fast efni sem hvarfast við vatn og myndar eldfimar lofttegundir

85 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldnærandi

856 Ætandi eða veikt ætandi efni, eldnærandi og eitrað

86 Ætandi eða veikt ætandi efni, eitrað

88 Mjög ætandi efni

X88 Mjög ætandi efni sem hvarfast kröftuglega við vatn*)

883 Mjög ætandi efni, eldfimt (blossamark 23°C til og með 61°C)

884 Mjög ætandi fast efni, eldfimt eða sem getur hitnað af sjálfu sér

885 Mjög ætandi efni, eldnærandi

886 Mjög ætandi efni, eitrað

X886 Mjög ætandi efni, eitrað, hvarfast kröftuglega við vatn *)

89 Ætandi eða veikt ætandi efni, hætta á sjálfvöktu, öflugu efnahvarfi

90 Hættulegt efni gagnvart ytra umhverfi, ýmis hættuleg efni

99 Ýmis hættuleg efni, upphituð

 

*)Aðeins má nota vatn með samþykki viðkomandi yfirvalda

(Varóandi merkingar einstakra efna sjá töflu I og II spássíunúmer 250 000 í ADR-reglum).

 

VIÐAUKI IV

Aðskilnaðarflokkar sprengiefna segja til um hvaða efni megi geyma eða flytja saman án þess að hætta sé á að slysum og óhöppum fjölgi.

 

A

B

C

D

E

F

G

H

J

L

N

S

A

ok

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

B

-

ok

-

1)

-

-

-

-

-

-

-

ok

C

-

-

ok

ok

ok

-

ok

-

-

-

2), 3)

ok

D

-

1)

ok

ok

ok

-

ok

-

-

-

2), 3)

ok

E

-

-

ok

ok

ok

-

ok

-

-

-

2), 3)

ok

F

-

-

-

-

-

ok

-

-

-

-

-

ok

G

-

-

ok

ok

ok

-

ok

-

-

-

-

ok

H

-

-

-

-

-

-

-

ok

-

-

-

ok

J

-

-

-

-

-

-

-

-

ok

-

-

ok

L

-

-

-

-

-

-

-

-

-

4)

-

ok

N

-

-

2), 3)

2), 3)

2), 3)

-

-

-

-

-

2)

ok

S

-

ok

ok

ok

ok

ok

ok

ok

ok

 

ok

ok

ok = Má flytja og geyma saman [í stj.tíð er notað tákn í stað "ok"]

 

1.         Pakka með hlutum úr aðskilnaðarflokki B og efni eða hluti úr aðskilnaðarflokki D má flytja í sama ökutæki ef varningurinn er í aðskildum hólfum eða hlutum ökutækisins og ökutækið hefur verið viðurkennt af lögbærum yfirvöldum eða aðilum sem þau viðurkenna þannig að ekki sé hætta á að sprenging í hlutum í aðskilnaðarflokki B geti flust yfir í efni eða hluti í aðskilnaðarflokki D.

2.         Efni í flokki 1.6, aðskilnaðarflokki N, má einungis flytja með efnum í sama flokki og aðskilnaðarflokki ef fyrir liggur staðfesting á því að það skapi ekki hættu á sprengingu. Ef ekki skal meðhöndla efnið eins og það væri í flokki 1.1.

3.         Ef flytja á efni í aðskilnaðarflokki N með efnum í aðskilnaðarflokkum C, D eða E skal meðhöndla það samkvæmt eiginleikum efna í aðskilnaðarflokki D.

4.         Efni í aðskilnaðarflokki L má eingöngu flytja með efnum í sama aðskilnaðarflokki og af sömu tegund.

 

VIÐAUKI V

Hámarksmagn (kg nettóþyngd) sem flytja má af sprengifimu

efni (flokkur 1) á einni flutningseiningu.

 

Flokkur

I.1

1.2

1.3

1.4

1.5 og 1.6

 

 

 

 

Undirflokkur

01°

1°-12°

13°-25°

26°-34°

35°-45°

46°,47°

48°,49°,50°

51°

 

Ökutæki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

I

1,25

50

50

50

300

Ótakm.

50

Ótakm.

 

II

6,25

1 000

3 000

5 000

15 000

Ótakm.

5 000

Ótakm.

 

III

18,75

15 000

15 000

15 000

15 000

Ótakm.

15 000

Ótakm.

 

VIÐAUKI VI

Ferming og afferming á opnum svæðum.

Til að ferma eða afferma (umferma) ökutæki með hættulegan varning á almennu svæði í þéttbýli þarf sérstakt leyfi lögreglu.

 

Ef til slíks kemur utan þéttbýlis skal láta lögreglu vita áður en ferming eða afferming (umferming) hefst.

Aðskilja skal varning með hliðsjón af varúðarmerkjum á umbúðum.

Flokkur

Heiti

Efni (efnisnúmer, bókstafur)

1

Sprengifim efni og hlutir

Öll efni.

Ef ökutæki sem flytur efni eða

hluti í flokki 1 þarf að nema staðar

vegna fermingar eða affermingar á

almennu svæði verður fjarlægðin

að næsta ökutæki með sprengi-

fiman farm að vera a.m.k 50 m.

6.1

Eiturefni

Efni númer 1 - 5.

 

 

Auk þess öll efni í undirflokki (a).

9

Önnur hættuleg efni

Efni í undirflokki (b) að undanteknum efnum nr. 35.

 

 

VIÐAUKI VII

Vöktun við lagningu ökutækis.

 

Ákvæði um vöktun ökutækja gilda um flutning efna sem talin eru upp í meðfylgjandi töflu þegar þau eru flutt í meira magni en þar kemur fram. Þó má leggja ökutæki án vöktunar í vörugeymslu eða á verksmiðjulóð þar sem fyllsta öryggis er gætt.

 

Séu slíkir staðir ekki fyrir hendi skal fylgja eftirfarandi í þeirri röð sem talið er:

a.   Vaktað stæði þar sem vörðurinn þekkir til farmsins og veit hvar hægt er að ná í ökumanninn.

b.   Stæði þar sem ekki er hætta á að ökutækið skaðist af öðrum ökutækjum.

c.   Heppilegt opið svæði þar sem engin umferð er yfirleitt eða almenningur á ekki erindi á.

Flokkur 1

 

Sprengifim efni

Nettóþyngd

Allur sprengifimur farmur

Tómar umbúðir með efnisnúmer 91 eru undanþegnar

50 kg

Sprengifiman farm óháð magni skal alltaf vakta þannig að koma megi í veg fyrir skemmdarverk og

þannig að hægt sé að láta ökumann og lögbær yfirvöld vita um skemmdir eða óhöpp

Flokkur 2

 

Lofttegundir

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 1, fyrir utan lA, 1O og 1F

Efni með efnisnúmer 2, fyrir utan 2A, 20 og 2F

Efni með efnisnúmer 3F

Efni með efnisnúmer 2F, 3A og 30

1 000 kg

1 000 kg

1 000 kg

10 000 kg

Flokkur 3

 

Eldfimir vökvar

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 1-5(a) og (b), 7(b) og 21-26 og efni

með efnisnúmer 41 sem eru lítið eitruð

Efni með efnisnúmer 6, 11-19, 27, 28 og eitruð eða mjög

eitruð efni með efnisnúmer 41

10 000 kg

5 000 kg

Flokkur 4.1

 

Eldfim föst efni

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 21-25

Efni með efnisnúmer 26

Efni með efnisnúmer 31, 32, 43 og 44

Efni með efnisnúmer 33, 34, 45 og 46

Efni með efnisnúmer 35, 36, 47 og 48

Efni með efnisnúmer 41 og 42

Þessi efni í meira magni en 500 kg skulu alltaf vera

undir vöktun.

1 000 kg

100 kg

1 000 kg

2 000 kg

5 000 kg

500 kg

Flokkur 4.2

 

Efni með hættu á sjálftendrun

Brúttó/þyngd

Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri

Efni með efnisnúmer 22

10 000 kg

10 000 kg

Flokkur 4.3

 

Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn

Brúttóþyngd

Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri

10 000 kg

Flokkur 5.1

 

Eldnærandi efni

Brúttóþyngd

Efni í undirflokki (a) og efnisnúmeri 5

10 000 kg

Flokkur 5.2

 

Lífræn peroxíó

Brúttóþyngd

Efni meb efnisnúmer 1, 2, 13 og 14

Efni með efnisnúmer 3, 4, 15 og 16

Efni með efnisnúmer 5, 6, 17 og 18

Efni með efnisnúmer 11 og 12

1 000 kg

2 000 kg

5 000 kg

500 kg

Flokkur 6.1

 

Eiturefni

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 1-5 og í undirflokki

(a) með hvaða efnisnúmer sem er

Efni í undirflokki (b)

1 000 kg

5 000 kg

Flokkur 6.2

 

Smitefni

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 1

Efni með efnisnúmer 2

Alltaf, óháð magni

Alltaf yfir 100 kg

Flokkur 7

 

Geislavirk efni

Brúttóþyngd

a. Ökutæki sem flytur geislavirk efni skal alltaf vera

undir eftirliti (vöktun).

Vöktunin skal vera innan lokaðs svæðis (girt af) og vaktmaður skal þekkja til farmsins.

b. Það er ekki nauðsynlegt að fara eftir ofangreindum

ákvæðum ef

1. farmrýmið er læst og farmurinn varinn gegn

losun án heimildar,

2. geislunin fer hvergi yfir 5 μSv/klst á úthlið

ökutækisins.

 

Flokkur 8

 

Ætandi efni

Brúttóþyngd

Efni í undirflokki (a) óháð efnisnúmeri

Bróm með efnisnúmer 14

10 000 kg

1 000 kg

Flokkur 9

 

Önnur hættuleg efni

Brúttóþyngd

Efni með efnisnúmer 13(b)

Önnur efni í undirflokki (b)

1 000 kg

5 000 kg

 

 

VIÐAUKI VIII

Stutt viðdvöl vegna "eftirlits/þjónustu" við ökutækið.

 

Eftir því sem við verður komið skal ekki vinna við ökutæki nálægt íbúðarhúsnæði eða á svæði sem almenningur á erindi um. Viðdvöl á slíkum stöðum má ekki vara lengi nema lögregluyfirvöld hafi gefið samþykki sitt fyrir því. Þetta gildir um flutninga á eftirfarandi efnum:

Flokkur

Heiti

Efni/efnisnúmer

1

Sprengifim efni

Öll efni.

4.1

Eldfim föst efni

Efni nr. 31, 32, 41, 42.

Efni nr. 33, 34, 43 og 44 í magni

yfir 2 000 kg.

5.2

Lífræn peroxíð

Efni nr. 1, 2, 11, 12.

Efni nr. 3, 4, 13 og 14 í magni

yfir 2 000 kg.

6.1

Eiturefni

Öll efni.

6.2

Smitefni

Efni nr. 1 og 2

.

 

VIÐAUKI IX

Takmarkað magn af hættulegum varningi í pökkuðum einingum sem má

flytja á einni flutningseiningu án þess að fylgja tilteknum

ákvæðum í hluta B í ADR-reglunum.

 

 

 

 

EFNI                                Mesta magn á hverja flutningseiningu (brúttóþyngd)

 

Flokkur

Margfeldistuðlar til að reikna takmarkað magn til flutnings

->

(sjá aths. (1) hér á

eftir)

A

B

C

D

E

F

G

 

 

 

200

5

kg

50

20

kg

20

50

kg

10

100

kg

3

333

kg

2

500

kg

1

1000

kg

Ótak-
markað magn

 

 

 

 

 

Tómar umbúðir, (hylki meðtalin en

ekki tankar) fyrir efni í flokki 1, 2

(aðeins gas flokkað undir A, O og F) 3,

4.1, 4.2, 4.3, 5.1, 5.2, 6.1, 6.2 (gildir

aðeins um efni með efnisnúmer 2 og efni

flokkað undir (b)), 8 og 9

 

 

 

 

 

 

 

X

 

1

1°, 3°, 4° (UN-númer 0081,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0082 og 0241) 5° - 7°, 9°,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10°, 12°, 13°, 15°, 17° - 19°,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21° - 23°, 25°, 27°, 30° - 32°, 34°,

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

48° (UN. nr. Nos 0331 og 0332)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2°, 4° (UN-númer önnur en

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0081, 0082 og 0241), 8°, 11°, 24°

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

26°, 29°, 33°

 

X

 

 

 

 

 

 

 

 

35° til 43°

 

 

 

 

 

X

 

 

 

 

46°, 47°

 

 

 

 

 

 

 

X

 

 

48° (UN nr. 0482)

 

X

 

 

 

 

 

 

 

2

1° 2° 4°5° 6° og 7° í A og O

 

 

 

 

 

 

X

 

 

 

3° í A og O

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

1° F

 

 

 

 

 

 

X

 

 

 

2°, 3°, 4°, 5°, 6° 0 7° í F

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

Fosgen 2 TC, Flúor 1° TOC

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

Sýanklóríð 2 TC

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar lofttegundir og hlutir

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

undir 1°, 2°, 4°, 5°, 6° og 7° í

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

T, TC, TO, TF, TOC, TFC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tómar umbúðir undir 8 í T, TC,

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

TO, TOC, TFC, eða önnur tóm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ílát sem hafa innihaldíð lofttegundir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í T, TC, TO, TF, TOC eða TFC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3

6°, 12°, 13° og efni undir (a) úr

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11°, 14° til 28° og 41°til 47°, 57°

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efni undir (b) úr 11 °og 14° til

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

28° og 41° til 57°

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

I° (a), 2° (a) og 3° (b), 4° (a)

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

og (b), 5° (a). og 7° (b)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

31° c o 34° c

 

 

 

 

 

 

X

 

 

 

Önnur efni

 

 

 

 

 

X

 

 

 

4.1

I° (b) og 2° (c)

 

 

 

 

 

 

 

X

 

 

6° (c) og I1° (c)

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

21° til 26°

X 1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

35°, 36°, 45°, 46°

 

X 1)

 

 

 

 

 

 

 

 

37° til 40° 0 47° til 50°

 

 

X 1)

 

 

 

 

 

 

 

Önnur efni

 

 

X

 

 

 

 

 

 

4.2

1° (c)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

X

 

 

Efni flokkuð undir (b)

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (c)

 

 

 

 

 

 

X

 

 

4.3

11° (a), 13° (a), 14° (a), og 16°

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(a) til 18° (a)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11 ° (b) til 17° (b)

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

11° (c) til 15° (c

 

 

 

 

 

 

X

 

 

5.1

Efni flokkuð undir (a)

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (b)

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (c)

 

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

5.2

5°, 6°, 15°, 16°

 

X 1)

 

 

 

 

 

 

 

 

7° til 10°, 17° til 20°

 

 

X 1)

 

 

 

 

 

 

6.1

Efni flokkuð undir (b)

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir c

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

Önnur efni (nema 1 ° og 2°)

X

 

 

 

 

 

 

 

 

6.2

 

X

 

 

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (b)

 

 

 

X

 

 

 

 

 

7

Efni í grein 2704 ADR,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

undirflokkar 1° til 4°

 

 

 

 

 

 

 

X

 

8

6°, 14° og efni flokkuð undir (a)

 

X

 

 

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (b)

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

Efni flokkuð undir (c)

 

 

 

 

 

X

 

 

 

9

Efni eða hlutir flokkaðir undir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1° (b), 4° (c) eða 5°

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

Efni eða hlutir flokkaðir undir

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

1° (c), 6°, 7° eða 13° (b)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11° (c) og 12° (c)

 

 

 

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

           

(I) Undanskilinn kælivökvi flutningatækja.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica