Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

83/1995

Reglugerð um breytingu á reglum um aksturskeppni, nr. 286 1990. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Reglugerð um breytingu á reglum um aksturskeppni, nr. 286 1990.

1. gr.

Orðin "og keppenda" í 2. mgr. 6. gr. falla brott.

2. gr.

17. gr. orðist svo:

Skrá skal sérstaklega í ökutækjaskrá, svo og í skráningarskírteini, ef ökutæki skal nota í rallkeppni.

Fyrir hverja keppni skal ökutæki sem skráð er skv. 1. mgr. skoðað af þar til kvöddum eftirlitsmönnum L.Í.A.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. febrúar 1995.
Þorsteinn Pálsson.
Ólafur W. Stefánsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica