Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

313/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

 

1. gr.

                1. gr. breytist þannig:

                Nýr liður, 01.86, orðist svo:

01.86      Námubifreið.

(1) Bifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækja segja til um og einkum er ætluð til efnisflutninga utan vega eða innan afmarkaðra vinnusvæða.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 7. júní 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica