Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

285/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útfararþjónustu nr. 232 3. apríl 1995. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um útfararþjónustu nr. 232 3. apríl 1995.

1. gr.

5. gr. orðist svo:

Einstaklingar er öðlast vilja leyfi skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða og hafa forræði á búi sínu. Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja, sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki. Sanna þarf ríkisborgararétt og búsetu í slíkum tilvikum.

Félög er öðlast vilja leyfi skulu vera skráð hér á landi og mega ekki vera bundin við nauðasamninga eða bú þeirra undir gjaldþrotaskiptum.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt ákvæðum laga nr. 36 4. maí 1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 26. apríl 1999.

F. h. r.

Björn Friðfinnsson.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica