Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

780/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976, með síðari breytingum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist svo hljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákveða má að í 10. flokki 1999 skuli að loknum útdrætti samkvæmt a) - f) liðum 1. mgr. 13. gr. draga sérstaklega út tiltekinn fjölda vinninga þannig að valdar eru tveggja stafa tölur.

Valið fer fram með notkun átta hólfa stokks og er sú tala, sem fram kemur og síðustu tveir stafir mynda, skráð. Lesið skal frá þeim enda stokksins sem fjær er snúningshnúð. Val er endurtekið þar til tilskilinn fjöldi talna hefur fengist. Tölurnar verða hluti af vinningaskrá, en þær vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Þau miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 18 22. apríl 1959, öðlast gildi 1. janúar 1999.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 21. desember 1998.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Jón Thors.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica