Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

227/1969

Reglugerð fyrir vistheimili Bláa Bandsins í Víðinesi.

1. gr.

Vistheimili Bláa Bandsins í Víðinesi er sjálfseignarstofnun, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 154 frá 15. september 1967, staðfestri af forseta Íslands.

2. gr.

Tilgangur vistheimilisins er að taka til dvalar áfengissjúklinga - sérstaklega karlmenn - sem af eigin hvötum leita sér lækninga á drykkjuskap sínum og þurfa að dómi læknis, langa dvöl á vistheimili, ef von á að vera um varanlegan bata.

3. gr.

Stjórn vistheimilisins er skipuð fimm mönnum, sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni. Hún annast allan rekstur vistheimilisins samkvæmt skipulagsskrá þess, fer með fjárreiður stofnunarinnar, annast ráðningu yfirlæknis og ráðsmanns

svo og annars starfsfólks, ákveður starfstilhögun og veitir dvalarvistir í samráði við lækni stofnunarinnar. Formaður stjórnarinnar annast sérstaklega fjárreiður hennar og reikningshald nema það sé, með sérstakri samþykkt sjórnarinnar, falið sérstökum framkvæmdarstjóra eða skipað með öðrum hætti.

4. gr.

Ráðsmaður fer með daglega stjórn og framkvæmdir á vistheimilinu. Hann ákveður í samráði við yfirlækni vistheimilisins hvaða störf hver vistmanna skuli vinna og skal leitast við að sjá vistmönnum fyrir starfi við hæfi hvers og eins svo sem unnt er. Starfstími vistmanna er 6 stundir hvern virkan dag aðra en laugardaga, nema læknir á ákveði annað fyrir einstaka vistmenn.

5. gr.

Enginn fær vist á stofnuninni nema hann beiðist þess skriflega, undirriti skuldbindingu þar að Iútandi og samþykki með undirskrift sinni og í votta viðurvist að dveljast á vistheimilinu tilskilinn tíma. Styzti dvalartími er 6 mánuðir en lengsti 2 ár, nema um gamalmenni yfir sjötugt sé að ræða. Nú hefur vistmaður skuldbundið sig til dvalar um ákveðinn tíma og verður ekki frá þeirri tímalengd vikið, nema af knýjandi ástæðum. Rökstudd skrifleg umsókn þar um úrskurðast af heimilisráði, að fenginni umsögn yfirlæknis.

6. gr.

Sérhver vistmaður skuldbindur sig til að hlíta heimilisreglum þeim, sem settar verða, og til að inna af hendi þau störf, sem honum eru ætluð á hverjum tíma. Veikist vistmaður skal honum séð fyrir sjúkrahúsvist. Verði hann hins vegar af einhverjum ástæðum óvinnufær, en ekki það veikur að flytja þurfi hann á sjúkrahús, er leyfilegt að gefa honum vinnuskyldu eftir, meðan hann er að ná heilsu.

7. gr.

Ákvörðun um það, hverjir skulu teknir til dvalar á vistheimilið, er hjá heimilisráði en i því eru: fomaður stjórnar vistheimilisins, yfirlæknir, félagsráðunautur og ráðsmaður vistheimilisins. Sömu aðilar taka ákvörðun um, hvort vistmanni skuli vísað brott af vistheimilinu, eða hann brottskráður áður en dvalartíminn, sem í upphafi var ákveðinn, er á enda, ef sérstakar ástæður þykja til þess.

8. gr.

Heimilisreglur skulu í aðalatriðum vera þessar:

Kl. 8.00 Vakið með hringingu, og skulu þá vistmenn rísa úr rekkju, búa hver um sitt rúm, laga til í herbergjunum, þvo sér og snyrta til morgunverðar.

Kl. 8.30 - 8.50: Morgunverður.

Kl. 8.50 - 9.00: Búizt til starfa.

Kl. 9.00 - 12.00: Vinnutími.

Kl. 12.00 - 13.00: Hádegisverður.

Kl. 13.00 - 16.00: Vinnutími.

Kl. 16.00 - 1G.30: Kaffi.

Kl. 16.30 - 19.00: Hvíldatími.

Kl. 19.00: Kvöldverður.

Kl. 23.30 skulu allir vistmenn vera háttaðir og heimilið komið í næturró. Ráðsmaður getur þó leyft að lengur sé vakað á Iaugardagskvöldum, hátíðum og tyllidögum, þegar sérstaklega stendur á að hans dómi. Heimilisráð getur breytt reglum þessum, að beiðni ráðsmanns, og með samþykki yfirlæknis, ef annað þykir betur fara.

Vistmenn skulu halda sig á herbergjum sínum eða í dastofu þar til hringt er til máltíða, og ganga þá prúðmannlega og hreinlega að mat sínum.

Á laugardögum skal eigi unnið nema til hádegis og eru þann dag leyfðar heimsóknir til vistmanna frá kl. 14 - 18, enda séu þær tilkynntar ráðsmanni áður, ef þess er kostur.

9. gr.

Séð skal um að nokkur bókakostur sé jafnan til á heimilinu og reynt skal að kaupa eða útvega bækur, sem ætla má að vistmönnum sé gott að kynnast vegna vandamáls síns.

Sérhver vistmaður undirgengst að hegða sér vel og temja sér í daglegri umgengni við aðra vistmenn og starfsfólk kurteisi og prúðmennsku. Ljótar orðræður og illur munnsöfnuður er bannað í húsakynnum vistheimilisins.

Þegar vistmaður kemur til dvalar, ber ráðsmanni að kynna sér þegar í stað hvort hann er í sjúkrasamlagsréttindum og ef svo er ekki, að hlutast þá til um, að þeim verði komið í lag svo fljótt sem verða mál.

10. gr.

Þegar vistamaður hefur verið tvo mánuði á vistheimilinu, getur hann sótt um leyfi til að fá að heimsækja fjölskyldu sína og ættingja, ef það býr í nágrenni vistheimilisins, enda undirgangist hann að hlýða þeim varrúðarreglum, sem læknir telur rétt að setja af því tilefni. Leyfis skal leitað hjá ráðsmanni minnst þremur dögum áður. Engum skal veita slíkt leyfi nema hann taki, áður en hann fer, þau varnarmeðul gegn áfengi, sem læknir hefur fyrirskipað. Heimilisráð getur sett nánari reglur um bæjarleyfi vistmanna.

Ef vistmaður neytir áfengis eða deyfilyfja í leyfi, hefur hann fyrirgert frekari leyfum það sem eftir er visttímans.

11. gr.

Ef nauðsyn krefur vegna drykkjusýki vistmanns eða annarra aðstæðna er heimilt að halda honum um kyrrt á heimilinu allan þann tíma, sem vistmaður upphaflega ákvað að vera þar, og má með aðstoð lögreglunnar flytja hann aftur á vistheimilið, með eða án viðkomu á sjúkrahúsi, ef hann brýtur af sér eða strýkur þaðan.

Eftir endurtekið brot á neyzlu áfengis eða deyfilyfja er heimilt að flytja vistmann án samþykkis hans á aðra stofnun þar sem strangari reglum er fylgt, ef til er, og dvelst þá vistmaður þá þar svo lengi sem læknir ákveður, en þó eigi lengur en þar til visttíma hans er lokið.

12. gr.

Þegar vistmaður er brottskráður af vistheimilinu, skal reynt að sjá um að hann eigi að atvinnu og öruggum samastaðað hverfa.

13. gr.

Nú er vistmaður brottskráður en byrjar að neyta víns fljótlega á ný. Skal þá flytja hann aftur á vistheimilið, ef hann æskir þess sjálfur, til eigi skemmri dvalar en þriggja mánaða og brottskrá hann að fullu að þeim tíma liðnum.

14. gr.

Vistmenn mega ekki fara frá Víðinesi nema að fengnu leyfi ráðsmanns eða staðgengils hans.

15. gr.

Læknir heimilisins skal koma tvisar í mánuði til viðtals og eftirlits á vistheimilið. Vistmönnum ber að ræða við hann um vandamál sín. Læknirinn hefur eftirlit og umsjón með öllum heilbrigðis- og hollustuháttum vistheimilisins og skal sjá um að jafnan séu til á staðnum þau hreinlætis- og hjúkrunargögn og lyf, sem nauðsynleg eru telin slíkri stofnun.

16. gr.

Vistmaður skal leggja sér til þokkalegan fatnað til notkunar innan hús og utan.

Vistheimilið leggur vistmönnum til sængurbúnað allan, handklæði og allar almennar hreinlætisvörur, svo og hlíðarföt við vinnu. Vistmaður skal sjálfur sjá fyrir tóbaki.

17. gr.

Vinnuskylda fylgir dvöl á vistheimilinu og er útivera og reglubundið starf einn þáttur lækingarinnar. Vistmenn fá því ekki kaup fyrir þau störf, sem þeir inna af hendi, en greiða skal hverjum þeim vistmanni, sem vinnur tilskilinn tíma dag hvern, þóknun, og á hann rétt til að nota það fé til eigin þarfa.

Stjórn vistheimilisins ákveður þóknun þessa að fenginni tillögu heimilisráðs. Ráðsmaður vistheimilisins sér um greiðslu þókunarinnar og gerir hana upp við vistmenn vikulega.

18. gr.

Ef deild úr A-A-samtökunum starfar á vistheimilinu, er þess vænzt að vistmenn sæki fundi hennar og kynni sé sem bezt viðhorf þeirra samtaka til áfengisvandamálsins.

19. gr.

Um greiðslu kostnaðar vegna dvalar á vistheimilinu fer að lögum.

Tekjur vistheimilisins er gert ráð fyrir að séu:

a.       Daggjöld með vistmönnum samkv. lögum.

b.      Opinberir styrkir.

c.       Ágóði af búskap og öðrum rekstri í Víðinesi.

d.      Gjafir og styrktarfé, sem stofnuninni kann að áskotnast.

Reglugerð þessi, sem stjórn Vistheimilisins Bláa Bandsins í Víðinesi hefur samið og samþykkt samkvæmt niðurlagsákvæðum 4. gr. skipulagsskrár fyrir Vistheimili Bláa Bandsins í Víðinesi, nr. 154/1967 staðfestist hér með samkvæmt 10. gr.laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra nr. 39 19. maí 1964 til að öðlast þegar gildi.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 13. ágúst 1969.

F.h.r.

Baldur Möller.

_________

Jón Thors.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica