Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

85/1981

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348 8. október 1976 um Happdrætti Háskóla Íslands. - Brottfallin

1. gr.

16. gr. orðist svo:

Útdráttur vinninga fer fram opinberlega í Reykjavík þar sem happdrættisráð samþykkir.

Útdráttur fer fram undir eftirliti happdrættisráðs og að viðstöddum fulltrúa happdrættisins.

2. gr.

I7. gr. orðist svo

Við útdrátt vinninga skal nota eftirfarandi gögn og tæki:

a. Tölvu, sem samþykkt er af happdrættisráði og stjórnað af sérfróðum manni.

b. Dráttarforrit og annan hugbúnað, sem stýrir tölvunni við útdráttinn. Þessi hugbúnaður skal varðveittur í tölvutæku formi.

c. Stokk til útdráttar á lykiltölu fyrir dráttarforritið. Stokkurinn skal vera með 8 hólfum og í hverju hólfi skal vera reglulegur tvítugflötungur, en á hvern flöt hans skal skráð ein talnanna frá 0 til 9, þannig að sérhver tala er á tveimur flötum.

d. Nauðsynlegan tölvupappír og annan búnað í samræmi við þarfir forritsins.

3. gr.

d liður 19. gr. orðist svo:

d. Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinninga og vinningsupphæðir, eru færðar á gataspjöld, sem sett eru í tölvuna, eða settar inn frá lyklaborði tengdu tölvunni og prentast út jafnhliða.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 13 13. apríl 1973 um happdrætti Háskóla Íslands, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirk,jumálaráðuneytið, 9. febrúar 1981.

Friðjón Þórðarson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica