Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

706/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976 - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands

íslenskra berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976.

1. gr.

1. málsl. 7. gr., sbr. reglugerð nr. 406 15. júlí 1996, orðist svo: Verð ársmiða er kr. 9.600,00, en endurnýjunarverð í hverjum flokki kr. 800,00.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 18 22. apríl 1959, sbr. lög nr. 52 25. maí 1976, öðlast gildi 1. janúar 2000.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 7. október 1999.

F. h. r.

Björn Friðfinnsson.

Fanney Óskarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica