Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

625/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

1. gr.

            7. gr. breytist þannig:

            Liður 07.10 (9), sbr. reglugerðir nr. 401/1994, 242/1994 og 70/1998, orðist svo:

(9)        Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna bifreiðar telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/756 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 97/28, eða ákvæði í ECE reg. nr. 48 eru uppfyllt.

            Virkni og gerð ljóskera bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/758 með síðari breytingum, síðast í tilskipun nr. 97/30, EBE tilskipunar nr. 76/759 með breytingum í tilskipun nr. 89/277, EBE tilskipunar nr. 76/760 með breytingum í tilskipun nr. 97/31, EBE tilskipunar nr. 77/538 með breytingum í tilskipun nr. 89/518, EBE tilskipunar nr. 77/539 með breytingum í tilskipun nr. 97/32 og EBE tilskipunar nr. 77/540 eru uppfyllt.

2. gr.

            12. gr. breytist þannig:

            Liður 12.10 (3), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

            Búnaður bifreiðar til aksturs aftur á bak og búnaður til mælingar á ökuhraða bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE tilskipunar nr. 75/443 með breytingu í tilskipun nr. 97/39.

3. gr.

            18. gr. breytist þannig:

            a.         Liður 18.10 (2), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

            Afl hreyfils skal vera a.m.k. 6 kW fyrir hvert tonn af leyfðri heildarþyngd bifreiðar án eftirvagns, en a.m.k. 5 kW fyrir bifreið með eftirvagn, skv. ákvæðum um mælingaraðferð í EBE tilskipunum nr. 80/1269 með síðari breytingum, síðast í tilskipun nr. 97/21.

            b.         Liður 18.10 (6), sbr. reglugerðir nr. 242/1994 og 83/1997, orðist svo:

            Eldsneytisgeymar og eldsneytisleiðslur skulu vera úr seigu og endingargóðu efni sem stenst tæringu, áhrif hita og kulda og þolir það eldsneyti sem notað er. Eldsneytisgeymir skal vera úr óeldfimu efni eða uppfylla ákvæði um prófun í EBE tilskipun nr. 70/221 með síðari breytingum, síðast í tilskipun nr. 97/19, eða sambærileg ákvæði.

            c.         2. mgr. liðar 18.10 (9), sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:

            Við prófun á sótmengun í útblæstri bifreiðar sem búin er dísilhreyfli skv. EBE tilskipun nr. 72/306 með síðari breytingum, síðast í tilskipun nr. 97/20, skulu ákvæði tilskipunarinnar um mesta leyfilegt magn mengandi efna vera uppfyllt.

4. gr.

            22. gr. breytist þannig:

            a.         Nýr liður, 22.12 (8), orðist svo:

(8)        Þyngd og stærð hópbifreiðar telst innan marka ef ákvæði í EB tilskipun nr. 97/27 eru uppfyllt.

            b.         Núverandi liður 22.12 (8) verði 22.12 (9).

            c.         Nýr liður, 22.13 (4), orðist svo:

(4)        Þyngd og stærð sendibifreiðar telst innan marka ef ákvæði í EB tilskipun nr. 97/27 eru uppfyllt.

            d.         Nýr liður, 22.14 (3), orðist svo:

(3)        Þyngd og stærð vörubifreiðar telst innan marka ef ákvæði í EB tilskipun nr. 97/27 eru uppfyllt.

            e.         Nýr liður, 22.50, orðist svo:

22.50 Eftirvagn.

(1)                    Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef ákvæði í EB tilskipun nr. 97/27 eru uppfyllt.

5. gr.

            Í niðurlag töflu í viðauka II, sbr. reglugerðir nr. 83/1997 og 70/1998, komi:

97/27/EB         Stærð og þyngd            Talan 4 í dálkunum

                        tiltekinna ökutækja.       M2, M3, N1, N2, N3, O1, O2, O3 og O4

                       

6. gr.

            Í niðurlag skrár undir liðnum "Bifreiðir og eftirvagnar" í viðauka III, sbr. reglugerðir nr. 83/1997 og 70/1998, komi:

            97/27/EB         22.12 (8), 22.13 (4),    Stærð og þyngd

                        22.14 (3), 22.50 (1)     tiltekinna ökutækja.

                                   

7. gr.

            Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

EB gerðir sem vísað er til eru birtar í Stjórnartíðindum EB, EES viðbætum. Skráningarstofan hf. veitir nánari upplýsingar um efni einstakra tilskipana og hvar þær er að finna.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. október 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica