Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

114/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

1. gr.

12. gr. breytist þannig:

a. 3. málsl. í lið 12.12 (3), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

Frá 1. júní 2000 gildir ákvæðið um hópbifreið sem skráð var eftir 1. janúar 1994 og notuð er innanlands.

b. 3. málsl. í lið 12.14 (3), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

Frá 1. júní 2000 gildir ákvæðið um vörubifreið, sem skráð var eftir 1. janúar 1994 og notuð er innanlands.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 16. febrúar 2000.

Sólveig Pétursdóttir.

Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica