Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

20/1980

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 372 25. október 1976 um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 372 25. október 1976

um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga.

1. gr.

1. málsgr. 4. gr. orðist svo:

Dómsmálaráðherra skipar þriggja manna happdrættisráð til þriggja ára í senn og ákveður formann þess. Dómsmálaráðuneytið ákveður þóknun happdrættisráðsmanna, er greiðist af fé happdrættisins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 18 22. apríl 1959 um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga, sbr. lög nr. 52 25. maí 1976, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 7. janúar 1980.

Vilmundur Gylfason.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica