REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um próf til að öðlast löggildingu
til fasteigna og skipasölu, nr. 519 24. nóvember 1987.
1. gr.
Á eftir 14. gr. komi ný grein, 15. gr., sem orðist svo:
Prófnefnd skal standa fyrir prófum fyrir þá, sem fengið hafa leyfi eða heimild til að starfa við fasteigna- eða skipasölu eða málflutning í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, og óska löggildingar dómsmálaráðuneytisins skv. 1. gr. laga nr. 34 5. maí 1986, til að annast kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra.
Skal prófnefnd meta þá menntun sem liggur að baki hinu erlenda leyfi og á grundvelli þess ákveða hvernig próf viðkomandi skuli þreyta.
2. gr.
15. gr. verði 16. gr.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 2. gr. laga um fasteigna- og skipasölu, nr. 34 5. maí 1986, sbr. l. nr. 10 26. febrúar 1987 og l. nr. 133 31. desember 1993, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. janúar 1997.
Þorsteinn Pálsson.
Sigrún Jóhannesdóttir.