Nám á háskólastigi o.fl.

708/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra
berklasjúklinga, nr. 372 25. október 1976.

1. gr.

                13. gr. breytist þannig:

a.             2. málsl. g - liðar falli brott.

b.             Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar, svo hljóðandi:

                Ákveða má að við útdrátt vinninga í hverjum flokki skuli draga sérstaklega út tiltekinn fjölda vinninga sem dregnir skulu eingöngu úr seldum miðum. Drátturinn fer fram með þeim hætti að stokknum er snúið. Ef fimm fyrstu stafir sem þá koma upp mynda tölu á bilinu 1 - 75.000 skal sú tala skráð. Telst hún vinningsnúmer ef happdrættismiði með því númeri er seldur. Valið skal endurtekið þar til slík tala hefur komið upp úr seldum miðum svo oft sem velja á.

                Happdrættisráðið færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

2. gr.

                Við reglugerðina bætist svo hljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

                Ákveða má að í 10. flokki 1998 skuli að loknum útdrætti samkvæmt a - f- liðum 1. mgr. 13. gr. draga sérstaklega út tiltekinn fjölda vinninga þannig að valdar eru tveggja stafa tölur. Drátturinn fer fram með notkun tölvu og í samræmi við ákvæði 13. gr. Þær tölur sem fram koma vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.

3. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga, nr. 18 22. apríl 1959, öðlast gildi 1. janúar 1998.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. desember 1997.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica