Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

961/2008

Reglugerð um breyting á reglugerð um héraðslögreglumenn nr. 283/1997.

1. gr.

2. gr. orðast svo:

Lögreglustjóra í öðrum umdæmum en í umdæmum lögreglustjóranna á Akureyri, Akranesi, Selfossi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 8 héraðslögreglumenn til starfa í umdæmi sínu, að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.

Lögreglustjórunum á Akureyri, Akranesi og Selfossi er heimilt að ráða allt að 16 héraðs­lögreglumenn, lögreglustjóranum á Suðurnesjum er heimilt að ráða allt að 40 héraðs­lögreglumenn og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 80 héraðslögreglumenn að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.

2. gr.

5. gr. orðast svo:

Umsækjandi um starf héraðslögreglumanns skal fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

  1. vera íslenskur ríkisborgari, 20-40 ára,
  2. hafa ekki gerst brotlegur við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið,
  3. vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum,
  4. hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku og ensku, hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs og vera syndur.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 10. gr. lögreglulaga, nr. 90 13. júní 1996 með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 16. október 2008.

Björn Bjarnason.

Þórunn J. Hafstein.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica