Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

1040/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda nr. 952/2003. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

18. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

Tollafgreiðsla.

Þegar vara sem fellur undir flokk 1-4 skv. 1. gr. reglugerðarinnar er tollafgreidd skal tollstjóri þegar í stað senda tilkynningu um það til lögreglustjórans á höfuðborgar­svæðinu. Áður en vara er tollafgreidd skal innflytjandi framvísa innflutningsleyfi, sbr. 17. gr. reglugerðarinnar, við tollayfirvöld.

Innflytjandi skal senda lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vörureikning, ásamt nánari sundurliðun samkvæmt sérstöku eyðublaði sem lögreglustjórinn lætur í té, a.m.k. 48 klst. fyrir tollafgreiðslu vörunnar.

Í vörureikningi skal m.a. tilgreina tegundir skotelda, magn einstakra tegunda, stærð og samsetningu. Sérstaklega skal tilgreina þá skotelda sem eingöngu er leyft að nota til skoteldasýninga, sbr. viðauka reglugerðarinnar og skotelda sem eingöngu eru notaðir við leiksýningar, kvikmyndagerð og þess háttar. Einnig skal þess sérstaklega getið ef um er að ræða tegundir skotelda sem ekki hafa verið fluttar inn áður sbr. 22. gr.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 22. gr.:

Orðin "að árita vörureikninga vegna innflutnings" í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í vopnalögum nr. 16 frá 25. mars 1998 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2007.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 1. desember 2006.

Björn Bjarnason

Dís Sigurgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica