Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

658/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir, nr. 543 13. október 1995, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. málsl. 3. mgr. 6. gr. fellur brott.

2. gr.

15. gr. orðast svo: Verð hverrar getraunaraðar skal vera kr. 16. Íslenskar getraunir og AB Svenska Spel skulu greiða 0,65 sænskar krónur í sameiginlegan getraunapott fyrir hverja selda röð.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr.:

  1. b-liður orðast svo: Heildarupphæð vinninga á Enska seðlinum (laugardagsseðlinum) skiptist í fjóra vinningsflokka þannig að 40% fara í fyrsta flokk, 15% í annan flokk, 12% í þriðja flokk og 25% í fjórða flokk. Auk þess fara 8% í tryggingasjóð sem tryggir að þátttakandi sem er einn með 13 rétta fái aldrei lægri vinningsfjárhæð en sem svarar 10 milljónum sænskra króna. Heildarupphæð vinninga á Evrópuseðlinum (miðvikudags- og sunnudagsseðlinum) skiptist í fjóra vinningsflokka þannig að 40% fara í fyrsta flokk, 23% í annan flokk, 12% í þriðja flokk og 25% í fjórða flokk. Í fyrsta flokk fara þær raðir sem eru með 13 rétta, í annan flokk þær sem eru með 12 rétta, í þriðja flokk þær sem eru með 11 rétta og í fjórða flokk þær sem eru með 10 rétta. Bætist nýir vinningsflokkar við getraunaformið skulu þeir vera í réttri röð fyrir raðir með 9 rétta, 8 rétta o.s.frv. Vinningsupphæð fyrir röð í hverjum vinningsflokki fæst með því að leggja saman vinningsraðir á Íslandi og í Svíþjóð í hverjum vinningsflokki og deila þeim síðan í heildarvinningsupphæð vinningsflokksins. Þó gildir hámarksupphæð vinnings á röð og að vinningsflokkur geti fallið niður skv. eftirfarandi:
  2. Í stað tölunnar 10 í d-lið kemur talan 15.

4. gr.

Orðin "svo og í fjölmiðlum" í 2. mgr. 20. gr. falla brott.

5. gr.

3. málsl. 21. gr. orðist svo: Samanlagður fjöldi raða á Íslandi og í Svíþjóð margfaldað með 0,65 sænskum krónum mynda heildarvinningspottinn sem síðan deilist samkvæmt 19. gr., lið b.

6. gr.

Orðin "oftast frá þriðjudagsmorgni til næsta mánudagskvölds" í 2. mgr. 23. gr. falla brott.

7. gr.

Lokamálsliður 2. mgr. 37. gr. fellur brott.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. og 5. gr. laga um getraunir nr. 59 29. maí 1972, öðlast gildi 15. ágúst 2010.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 13. ágúst 2010.

F. h. r.

Þórunn J. Hafstein.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica