Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

1049/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348/1976, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr.:

  1. 2. málsl. II. A orðast svo: Síðari útdráttur vinninga í almenna hlutanum.
  2. Í stað orðanna "í 1.-12. flokki" í 3. málsl. II. A kemur: í 1.-11. flokki.
  3. Við bætist nýr töluliður "III." með fyrirsögninni "Útdráttur í 12. flokki" er orðast svo:
    1. Vinningsnúmer er dregið út með notkun tölvu.
      1. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur skráð. Lesið skal frá þeim enda stokksins sem fjær er snúningshnúð. Aðgerðin er endurtekin þar til fyrir liggur 48 stafa tala.
      2. Tölvan er hreinsuð og færð í upphafsstöðu.
      3. Valið er dráttarforrit og annar hugbúnaður sem tekinn er undan innsigli og búnaðurinn settur í tölvuna. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá seldra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G eða H).
      4. Skrá seldra miðanúmera er flutt í tölvuna. Hver einfaldur miði er skráður eins oft í skrána og hann hefur verið endurnýjaður yfir árið að því tilskyldu að hann hafi verið endurnýjaður fyrir desember­mánuð. Hið sama á við um trompmiða en að auki skal fimm­falda fjölda skipta sem slíkur miði hefur verið endurnýjaður.
      5. Lykiltalan og upplýsingar varðandi útdráttinn, svo sem fjöldi númera og vinningsfjárhæð, eru settar inn í tölvuna og prentast jafnframt út.
      6. Tölvan dregur og prentar út skrá yfir vinning sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.
    2. Sé óskað eftir afriti skrárinnar skal það gert.
      Dráttarforrit og annar hugbúnaður er tekinn til varðveislu af happdrættis­ráði.
      Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 5. gr. laga um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 23. desember 2009.

Ragna Árnadóttir.

Fanney Óskarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica