Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

150/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna nr. 865, 6. nóvember 2001 með síðari breytingum.

1. gr.

2. gr. hljóðar svo:

Jöfnunarsjóður sókna getur veitt ábyrgðir í heild er nema allt að 1/6 af árlegum tekjum sjóðsins að viðbættum ferföldum varasjóði ábyrgðardeildar, þó aldrei meira en nemur 1,5 földum árstekjum sjóðsins.

2. gr.

2. mgr. 8. gr. hljóðar svo:

Varasjóður ábyrgðardeildar skal hið minnsta nema 1/7 af heildarábyrgðum deildarinnar umfram 1/6 af tekjum sjóðsins, þó eigi minna en nemur áætluðum afskriftum. Framlag til ábyrgðardeildarinnar skal aldrei vera hærra en helmingur af tekjuafgangi Jöfnunarsjóðs sókna.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 9. gr. laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91 29. desember 1987, öðlast þegar gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 10. febrúar 2010.

Ragna Árnadóttir.

Þórunn J. Hafstein.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.