Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

395/1998

Reglugerð um dómþinghár og þingstaði. - Brottfallin

1. gr.

Landinu er skipt í eftirfarandi dómþinghár og eru þingstaðir sem hér segir:

1. Umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur er ein dómþinghá.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjavíkur.

2. Umdæmi héraðsdóms Vesturlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna á Akranesi, í Borgarnesi og í Búðardal.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vesturlands.

b. Umdæmi sýslumannsins í Stykkishólmi.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

3. Umdæmi héraðsdóms Vestfjarða skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík, á Hólmavík og á Ísafirði.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vestfjarða.

b. Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

4. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands vestra skiptast í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna á Sauðárkróki og á Siglufirði.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands vestra.

b. Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

5. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands eystra skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna á Akureyri og Ólafsfirði.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands eystra.

b. Umdæmi sýslumannsins á Húsavík.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

6. Umdæmi héraðsdóms Austurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna á Eskifirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Austurlands.

b. Umdæmi sýslumannsins á Höfn.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

7. Umdæmi héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna á Hvolsvelli, á Selfossi og í Vík.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Suðurlands.

b. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

8. Umdæmi héraðsdóms Reykjaness skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannanna í Hafnarfirði og í Kópavogi.
Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjaness.

b. Umdæmi Sýslumannanna í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli.
Þingstaður: Skrifstofa sýslumannsins í Keflavík.

2. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er héraðsdómara rétt að halda dómþing utan reglulegra þingstaða ef það þykir heppilegt til að upplýsa mál eða ef það horfir til hagræðis eða flýtis í máli.

3.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 21. gr. laga um dómstóla nr. 15 25. mars 1998, öðlast gildi 1. júlí 1998.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 29. júní 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica