Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

818/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 3. gr. reglugerðarinnar:

2. mgr. orðast svo: Langtímavegabréfsáritun felur í sér heimild til dvalar hér á landi í allt að 90 daga og skal útlendingur sem sækir um slíka áritun vera staddur hér á landi nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Dvöl útlendings þegar sótt er um slíka áritun skal vera í samræmi við 49. gr. útlendingalaga nema annað sé tekið fram. Langtímavegabréfsáritun er einungis heimilt að gefa út einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili.

3. mgr. orðast svo: Langtímavegabréfsáritun veitir á gildistíma rétt til ferða innan Schengen-svæðisins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 21. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 24. júní 2022.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.