Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

272/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórnsýslumeðferð mála skv. barnalögum nr. 231/1992.

1. gr.

Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Ef sérstaklega stendur á að mati sýslumanns getur sýslumaður ákveðið að mál sé tekið fyrir í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað fjarskiptatæki enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. 4. tl. orðast svo: Hverjir eru mættir og eftir atvikum hvort mál sé tekið fyrir í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað samskiptatæki, sbr. 2. mgr. 10. gr.
  2. 5. tl. orðast svo: Hvaða skjöl eru kynnt fyrir málsaðila, hvers eðlis þau eru og hvaða númer þau fá.
  3. Í stað orðsins "frammi" í 6. tl. kemur orðið: fyrir.
  4. 9. tl. orðast svo: Í niðurlagi bókunar að hún hafi verið lesin í heyranda hljóði, eftir atvikum í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað samskiptatæki og staðfest rétt af aðilum eða umboðsmönnum þeirra með undirritun þeirra. Heimilt er að óska eftir undirritun eða staðfestingu málsaðila með rafrænum hætti.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 1. mgr. 79. gr. barnalaga, nr. 76 27. mars 2003, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 27. mars 2020.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.