Leita
Hreinsa Um leit

Dómsmálaráðuneyti

1056/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar.

1. gr.

Í stað viðauka IX við reglugerðina kemur nýr viðauki IX sem birtur er með reglugerð þessari.

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari eru innleiddar og öðlast gildi hér á landi eftirtaldar framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB):

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/214 frá 30. nóvember 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 að því er varðar að bæta áldufti í skrána yfir forefni sprengiefna í II. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12zzq, XV. kafla og tölulið 6 í XXIX. kafla viðauka II við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 31. maí 2018. Framselda reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 139-140.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/215 frá 30. nóvember 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 að því er varðar að bæta sexvötnuðu magnesíumnítrati í skrána yfir forefni sprengiefna í II. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12zzq, XV. kafla og tölulið 6 í XXIX. kafla viðauka II við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 31. maí 2018. Framselda reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 141-142.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/216 frá 30. nóvember 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 að því er varðar að bæta magnesíumdufti í skrána yfir forefni sprengiefna í II. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12zzq, XV. kafla og tölulið 6 í XXIX. kafla viðauka II við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 31. maí 2018. Framselda reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 143-144.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 27. gr. d., 2. mgr. 28. gr. og 40. gr. vopnalaga nr. 16/1998, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 19. nóvember 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica