Dómsmálaráðuneyti

170/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348/1976, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

17. gr., sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 705/1997, orðast svo:

Við útdrátt vinninga skal nota eftirfarandi gögn og tæki:

 1. Tölvur, ásamt jaðartækjum, sem samþykktar eru af happdrættisráði og stjórnað af starfs­manni Happdrættis Háskóla Íslands.
 2. Dráttarforrit, sérstaklega gert fyrir Happdrætti Háskóla Íslands, sem varðveitt er í tölvutæku formi.
 3. Stokk sem m.a. er notaður til útdráttar á lykiltölum fyrir útdráttarforrit og einnig til útdráttar á einstökum númerum. Stokkurinn skal vera með átta hólfum og í hverju hólfi skal vera reglulegur tvítugflötungur, en á hvern flöt hans skal skráð ein talnanna frá 0 til 9, þannig að sérhver tala er á tveimur flötum.

2. gr.

2. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Tölva með dráttarforriti, sem sérstaklega er gert fyrir Happdrætti Háskóla Íslands, skal varðveitt milli drátta með öruggum hætti undir innsigli happdrættisráðs.

 

3. gr.

19. gr., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1043/2012, orðast svo:

Dregið er einu sinni í mánuði fyrir hvern flokk happdrættisins með eftirfarandi hætti:

Í upphafi útdráttar skal taka út annars vegar skrá seldra miðanúmera úr afgreiðslukerfi Happ­drættis Háskóla Íslands. Sú skrá er eingöngu notuð í útdrætti stakra milljónavinninga í 1.-12. flokki og í útdrætti veltupotts ("Milljónaveltu") í 12. flokki. Skráin skal innihalda öll seld miðanúmer í við­komandi útdrætti (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G og H). Hvert selt trompmiðanúmer skal koma fram fimm sinnum í skránni. Hins vegar skal taka út skrá allra miðanúmera úr afgreiðslu­kerfi happdrættisins, sem inniheldur öll miðanúmer (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G og H). Hvert trompmiðanúmer skal koma fram fimm sinnum í skránni. Sú skrá er eingöngu notuð í útdrætti veltupotts ("Milljónaveltu") í 1.-11. flokki. Skrárnar eru færðar á minnislykil sem tengdur er við tölvuna.

I. Aðalútdráttur - almenni hlutinn:

 1. Útdráttur hæstu vinninga í almenna hlutanum:
  Vinningsnúmer vegna hæstu vinninga í 1.-12. flokki eru dregin út með notkun átta hólfa stokksins. Númerin skulu vera á bilinu 1-60.000. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Tölur sem koma fram í fyrstu fimm hólfum stokksins sem eru fjærst snúningshnúð mynda miðanúmerið. Lesið skal frá þeim enda stokksins sem fjær er snúningshnúð frá vinstri til hægri. Útdregið vinn­ings­númer er því aðeins gilt að það sé á bilinu 1-60.000. Númerið verður hluti af vinninga­skrá.
 2. Útdráttur annarra vinninga en hinna hæstu í almenna hlutanum fer fram með tvennum hætti:
  1. Með notkun tölvu:
   1. Tölvan með útdráttarforriti er tekin undan innsigli af happdrættisráði og hún tengd við prentara og ræst.
   2. Dráttarforrit í tölvu er ræst og minnislykill tengdur við tölvu. Minnislykillinn hefur að geyma gögn sem notuð eru fyrir aðra útdrætti en aðalútdrátt.
   3. Athugað hvort réttur útdráttur sé sjálfkrafa valinn, en tölvan stillir af útdrátt miðað við dagsetningu á tölvu.
   4. Vinningsnúmer fyrir útdrátt hæstu vinninga í almenna hlutanum er slegið inn í forritið.
   5. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur hverju sinni skráð. Aðgerðin er endur­tekin sex sinnum, þar til fyrir liggur 48 stafa tala. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Lesa skal tölurnar sem upp koma á stokknum frá vinstri til hægri.
   6. Lykiltalan er slegin inn í dráttarforrit happdrættisins fyrir aðalútdráttinn.
  2. Með notkun stokks:
   Valdar eru tvær tveggja stafa tölur - endatöluvinningar. Valið fer fram með notkun átta hólfa stokks. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Síðustu tveir stafir í talnaröðinni sem kemur fram skulu skráðir, þ.e. tölur næst snúningshnúð lesnar frá vinstri til hægri. Valið er endurtekið þar til fengist hafa tvær tveggja stafa endatölur. Tölurnar verða hluti af vinningaskrá, en þær vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Þau miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.
 3. Tveggja stafa tölurnar (endatölurnar) sem dregnar voru með hjálp stokksins eru slegnar inn í dráttarforritið. Tölvan dregur og prentar út heildarvinningaskrá sem happdrættisráð stað­festir með undirskrift sinni.

II. Útdráttur stakra milljónavinninga:

Með notkun tölvu einungis úr seldum miðanúmerum.

 1. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur hverju sinni skráð. Aðgerðin er endurtekin sex sinnum, þar til fyrir liggur 48 stafa tala. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Lesa skal tölurnar sem upp koma á stokknum frá vinstri til hægri.
 2. Útdráttur "Milljón á mann" er valinn í dráttarforriti. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá seldra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G eða H). Hvert selt trompmiðanúmer (B) skal hafa verið skráð fimm sinnum í skrána þar eð tromp­miði hefur sama gildi og fimm einfaldir miðar.
 3. Forritið er þannig gert að það dregur einungis úr seldum miðanúmerum og notar til þess skrá seldra miðanúmera úr afgreiðslukerfi happdrættisins, sem færð hefur verið á minnis­lykil, sem tengdur er við tölvuna.
 4. Lykiltalan er slegin inn og útdráttur framkvæmdur.
 5. Tölvan dregur og prentar út vinningaskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni. Í hvert sinn sem trompmiðanúmer er dregið út úr skránni hlýtur eigandi þess sömu fjárhæð og eigendur útdreginna einfaldra miðanúmera. Í útdrætti er mögulegt að fleiri en einn vinningur falli á sama trompmiðann.

III. Útdráttur 10 milljóna króna veltupotts ("Milljónaveltu") í 1.-11. flokki:

Með notkun tölvu úr öllum miðanúmerum.

 1. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur hverju sinni skráð. Aðgerðin er endurtekin sex sinnum, þar til fyrir liggur 48 stafa tala. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Lesa skal tölurnar sem upp koma á stokknum frá vinstri til hægri.
 2. Útdráttur "Milljónaveltan" er valinn í dráttarforriti. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá allra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G eða H). Hvert trompmiðanúmer (B) skal hafa verið skráð fimm sinnum í skrána þar eð trompmiði hefur sama gildi og fimm einfaldir miðar.
 3. Forritið er þannig gert að það dregur úr öllum miðanúmerum og notar til þess skrá úr afgreiðslukerfi happdrættisins, sem færð hefur verið á minnislykil, sem tengdur er við tölvuna.
 4. Lykiltalan er slegin inn og útdráttur framkvæmdur.
 5. Tölvan dregur og prentar út vinningaskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni. Ef trompmiðanúmer er dregið út úr skránni hlýtur eigandi þess sömu fjárhæð og eigendur einfaldra miðanúmera.
 6. Ef vinningur fellur á óseldan miða bætist vinningsupphæðin við vinningsupphæð veltupotts næsta mánaðar.

IV. Útdráttur 10 milljóna króna veltupotts ("Milljónaveltu") í 12. flokki:

Með notkun tölvu einungis úr seldum miðanúmerum.

 1. Valin er 48 stafa lykiltala. Fer valið fram með notkun átta hólfa stokksins og er sú átta stafa tala sem fram kemur hverju sinni skráð. Aðgerðin er endurtekin sex sinnum þar til fyrir liggur 48 stafa tala. Stokkurinn skal ávallt vera staðsettur þannig að snúningshnúður sé til hægri handar þess sem snýr honum. Lesa skal tölurnar sem upp koma á stokknum frá vinstri til hægri.
 2. Útdráttur "Milljónaveltan" er valinn í dráttarforriti. Dráttarforritið skal hannað til að draga út miðanúmer úr skrá seldra miðanúmera (tölunúmer ásamt bókstöfunum B, E, F, G eða H). Hvert selt trompmiðanúmer (B) skal hafa verið skráð fimm sinnum í skrána þar eð trompmiði hefur sama gildi og fimm einfaldir miðar.
 3. Forritið er þannig gert að það dregur einungis úr seldum miðanúmerum og notar til þess skrá seldra miðanúmera úr afgreiðslukerfi happdrættisins, sem færð hefur verið á minnis­lykil, sem tengdur er við tölvuna.
 4. Lykiltalan er slegin inn og útdráttur framkvæmdur.
 5. Tölvan dregur og prentar út vinningaskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni. Ef trompmiðanúmer er dregið út úr skránni hlýtur eigandi þess sömu fjárhæð og eigendur einfaldra miðanúmera.

V. Tölva með dráttarforriti er sett í tösku sem innsigluð er af happdrættisráðinu.

Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttar.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 5. gr. laga um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 1. febrúar 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica