Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

96/1980

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348 8. október 1976 um happdrætti Háskóla Íslands. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. orðist svo

Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn í happdrættisráð til þriggja ára í senn. Ráðherra skipar formann happdrættisráðsins. Fundi heldur það eftir því, sem þörf krefur og ern þeir lögmætir, ef meiri hluti ráðsmanna er viðstaddur. Ályktanir happdrættisráðsins eru lögmætar, ef meiri hluti þess er þeim samþykkur. Bókfæra skal gerðir funda og gerðabók skal lesin og, undirskrifuð í lok hvers fundar. Dómsmálaráðuneytið ákveður þóknun happdrættisráðs. Þóknun og annar kostnaður vegna happdrættisráðs greiðist af happdrættinu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 13 13. apríl 1973, um happdrætti Háskóla Íslands, sbr. lög nr. 55 25. maí 1976, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 7. janúar 1980.

Vilmundur Gylfason.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica