Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um samvirkni upplýsingakerfa Evrópusambandsins skulu öðlast gildi hér á landi, að undanskildum IX. kafla, í samræmi við samning sem ráð Evrópusambandsins og lýðveldið Ísland og konungsríkið Noregur gera með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna, með þeirri aðlögun sem getið er um í reglugerð þessari:
Með reglugerðinni er komið á umgjörð til að tryggja samvirkni milli upplýsingakerfa Evrópusambandsins á sviði landamæra, vegabréfsáritana, lögreglu- og dómsmálasamstarfs, verndarmála og fólksflutninga. Þau upplýsingakerfi sem Ísland á aðild að eru komu- og brottfararkerfið (EES), upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir (VIS), evrópska ferðaupplýsinga- og ferðaheimildakerfið (ETIAS), evrópski fingrafaragrunnurinn (Eurodac) og Schengen-upplýsingakerfið (SIS).
Þar sem í reglugerð (ESB) 2019/817 og reglugerð (ESB) 2019/818 er vísað til reglugerðar (ESB) 2016/399 um setningu Sambandsreglna um för fólks yfir landamæri (Schengen-landamærareglurnar) gilda lög um landamæri, nr. 136/2022 og reglugerð um för yfir landamæri, nr. 866/2017, sem innleiða Schengen-landamærareglurnar í íslenskan rétt.
Þar sem í reglugerð (ESB) 2019/817 og reglugerð (ESB) 2019/818 er vísað til reglugerða (ESB) 2018/1860, (ESB) 2018/1861 og (ESB) 2018/1862 um notkun Schengen-upplýsingakerfisins gilda lög um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 51/2021, sem innleiðir reglugerðirnar í íslenskan rétt.
Þar sem í reglugerð (ESB) 2019/817 og reglugerð (ESB) 2019/818 er vísað til reglugerðar (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og tilskipunar ráðsins (ESB) 2016/680 um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í tengslum við að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, gilda lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 og lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019, sem innleiða gerðirnar í íslenskan rétt.
Ríkislögreglustjóri, sem ábyrgðaraðili að rekstri íslenska hluta komu- og brottfararkerfis, ferðaupplýsinga- og ferðaheimildakerfis, Schengen-upplýsingakerfis og evrópsks fingrafaragrunns, skal halda aðgerðaskrá yfir leitarfyrirspurnir innlendra stjórnvalda í sameiginlega lífkennamátunarkerfinu sem gerðar eru í viðkomandi kerfum, sbr. 2. mgr. 16. gr. reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818. Útlendingastofnun sem ábyrgðaraðili að rekstri íslenska hluta upplýsingakerfis um vegabréfsáritanir (N-VIS) skal halda aðgerðaskrá yfir leitarfyrirspurnir innlendra stjórnvalda í sameiginlega lífkennamátunarkerfinu sem gerðar eru í N-VIS.
Stjórnvöld skv. 1. mgr. skulu bera ábyrgð á vinnslu lífkennasniðmáta í sameiginlega lífkennamátunarkerfinu, þegar slík sniðmát eru unnin úr lífkennagögnum sem skráð eru í upplýsingakerfi sem þau reka, sbr. 1. mgr. 40. gr. reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818.
Í samræmi við a-c-lið 1. mgr. 56. gr. reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818 ber ríkislögreglustjóri ábyrgð á:
Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun bera ábyrgð á að uppfylla skilyrði g-i-liðar 1. mgr. 56. gr. reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818 gagnvart þeim upplýsingakerfum sem þau reka.
Viðeigandi stjórnvöld skulu tilkynna um öll öryggisatvik skv. 1. mgr. 43. gr. reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818 til ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á að tilkynna þau án tafar til Persónuverndar, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Stofnunar Evrópusambandsins um rekstur stórra upplýsingatæknikerfa, og Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar, sbr. 3. mgr. 43. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði k-liðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 136/2022 um landamæri og öðlast hún gildi 12. október 2025.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu II., IV. og V. kafli reglugerða (ESB) 2019/817 og (ESB) 2019/818 ekki öðlast gildi fyrr en evrópska leitargáttin, sameiginlega auðkennasafnið og fjölauðkennaskynjarinn verða tekin í notkun skv. 79. gr. þeirra reglugerða.
Dómsmálaráðuneytinu, 25. september 2025.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
B deild - Útgáfudagur: 10. október 2025