Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

925/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148/2000, með síðari breytingum.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reikningsár happdrættisins er frá 1. maí til 30. apríl. Ársreikningur happdrættisins skal endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda/endurskoðunarfyrirtæki sem stjórn fulltrúaráðs sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði kýs. Þóknun vegna endurskoðunar greiðist af fé happdrættisins. Að lokinni endurskoðun skal eintak af ársreikningi afhent ráðherra.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16/1973, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 5. október 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.