Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

649/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála, nr. 516/2011.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Reglur þessar hafa ekki áhrif á heimildir lögreglu til aðgerða í þágu afbrotavarna og öryggi ríkisins á grundvelli lögreglulaga nr. 90/1996.

2. gr.

1. tl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Grunur sé um að verið sé að fremja alvarlegt brot, eða reynt verði að fremja alvarlegt brot, sem varðað getur að lágmarki átta ára fangelsi eða brot gegn ákvæðum 93. gr., 100. gr. c., 108. gr., 109. gr., 128. gr., 175. gr. a., 2., 3. mgr. og 4. mgr. 202. gr., 206. gr., 244. gr., 245. gr., 247. gr., 248. gr., 249. gr., 249. gr. a., 250. gr., 251. gr., 254. gr., 262. gr., 264. gr. eða 264. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 117. gr., 123. gr. og 124. gr., sbr. 146. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, 41. gr. a., samkeppnislaga nr. 44/2005 eða 4. mgr. 2. gr., 3. gr., sbr. 4. gr. eða 4. gr. a. og 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 89. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 17. maí 2021.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.