Sjávarútvegsráðuneyti

438/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 287, 29. mars 2007, um veiðar á úthafskarfastofninum. - Brottfallin

1. gr.

Á 6. gr. verða eftirfarandi breytingar:

2. mgr. 6. gr. orðist svo: Komutilkynning: Skylt er skipstjóra skips að tilkynna til eftirlitsstöðvarinnar með ekki meira en 12 klukkustunda og að minnsta kosti 2 klukku­stunda fyrirvara að það fari inn á veiðisvæði sem skilgreint er í 1. mgr. 3. gr. eða veiðisvæði sem skilgreint er í 2. mgr. 3. gr. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:

1. málsl. 4. mgr. 6. gr. orðist svo: Lokatilkynning: Þegar veiðiskip yfirgefur svæðið sem skilgreint er í 1. mgr. 3. gr. eða svæði sem skilgreint er í 2. mgr. 3. gr. skal það tilkynnt eftirlitsstöðinni með ekki meiri en 8 klukkustunda og að minnsta kosti 2 klukku­stunda fyrirvara.

2. gr.

7. gr. reglugerðarinnar er felld úr gildi.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fisk­veiðar utan lögsögu Íslands með síðari breytingum, laga nr. 116, 10. ágúst 2006 um stjórn fiskveiða, laga nr. 57, 3. júní 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. maí 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar Ingi Matthíasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica