Sjávarútvegsráðuneyti

443/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 360, 13. apríl 2007, um heimild færeyskra, norskra og rússneskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2007. - Brottfallin

1. gr.

Á 6. gr. verða eftirfarandi breytingar:

1. mgr. 6. gr. orðist svo: Tilkynna skal Landhelgisgæslunni siglingu skipsins inn í íslenska lögsögu með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara.

2. gr.

Á 9. gr. verða eftirfarandi breytingar:

1. málsl., 9 gr. orðist svo: Áður en skip heldur út úr fiskveiðilandhelgi Íslands skal senda Landhelgisgæslunni tilkynningu um það með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. maí 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar Ingi Matthíasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica