1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1750/2006 frá 27. nóvember 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1743/2006 frá 24. nóvember 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1730/2006 frá 23. nóvember 2006, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 39/2007, frá 28. apríl 2007, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1447/2006 frá 29. september 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1446/2006 frá 29. september 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1445/2006 frá 29. september 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1444/2006 frá 29. september 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1443/2006 frá 29. september 2006, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 3/2007, frá 28. apríl 2007 skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Um aukefni samkvæmt ofangreindum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 og 3. viðauka sömu reglugerðar.
3. gr.
Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. maí 2008.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)