Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

549/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 366, 28. apríl 2006, um karfaveiðar fiskiskipa frá Evrópusambandinu í fiskveiðilandhelgi Íslands 2006. - Brottfallin

1. gr.

Á 3. gr. verða eftirfarandi breytingar:

1. málsliður 1. tl. orðist svo: Ef þorskur er í meðafla eða ef meðafli, annar en langhali, verður meiri en 10% aflans í einstöku hali, skulu veiðar á viðkomandi svæði bannaðar í einn sólarhring og skal skipstjóri þegar í stað sigla a.m.k. í 5 sjómílur frá þeim stað sem meðaflinn fékkst og á meira dýpi í því skyni að forðast meðafla.

2. tl. orðist svo: Fari meðafli í þorski yfir 5% aflans í einstöku hali eða annar meðafli utan langhala yfir 15% skal eftirlitsmaður afmarka svæðið og tilkynna Fiskistofu um það sem þá er heimilt að loka viðkomandi svæði strax í allt að 14 daga. Fiskistofa tilkynnir viðkomandi skipum með orðsendingu um lokun svæðisins, afmörkun þess og gildistíma. Orðsendingar um lokanir á svæðum eru sendar út (á rás 2182) um SSB-stöð á tilteknum tíma og skal skipstjóri standa hlustvörð. Skal í útgefnu leyfi Fiskistofu gerð nánari grein fyrir því verklagi sem viðhaft er við tilkynningu á lokun svæða og skal skipstjóri hlíta því.

2. gr.

Í stað: "Afl skips" í 3. mgr. 14. gr. kemur: Nafn skips.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. júní 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar Ingi Matthíasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica