Umhverfisráðuneyti

500/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aukefni í matvælum, nr. 285/2002, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi skilgreining bætist við 2. gr.:
Bragðefni eru bragðgefandi efni, bragðefnablöndur, hitameðhöndluð bragðefni, reykbragðefni eða blöndur af þeim.


2. gr.

Skilgreining á bindiefnum í 3. gr. orðast svo:
bindiefni viðhalda eðlisefnafræðilegu ástandi matvæla, þar á meðal eru efni sem gera kleift að halda dreifilausn tveggja eða fleiri óblandanlegra efnisþátta í matvælum stöðugri, efni sem auka stöðugleika lita og efni sem festa eða skýra liti sem eru fyrir í matvælum; einnig efni sem auka bindigetu matvæla, þ.m.t. myndun þvertengja milli próteina sem gera kleift að binda saman einingar í endurmótuð matvæli.


3. gr.

Í stað orðanna: "Hollustuvernd ríkisins" í 6. gr. komi: "Umhverfisstofnun".


4. gr.

Á eftir 8. gr. komi ný grein er verður 9. gr. sem orðast svo, og breytist greinatala samkvæmt því:

Aukefni í bragðefnum.

Í matvælum getur bragðefni innihaldið aukefni, í því magni sem leyfilegt er samkvæmt reglugerð þessari, og borist með bragðefninu yfir í matvæli, að því tilskyldu að aukefnið hafi engan tæknilegan tilgang í lokaafurðinni.

Magn aukefna í bragðefnum skal ekki vera meira en sem nemur því lágmarksmagni sem þarf til að tryggja öryggi, gæði og geymsluþol efnisins. Aukefni í bragðefnum mega ekki blekkja neytanda eða ógna heilsu hans. Ef aukefni hefur borist í matvæli með bragðefni og efnið hefur tæknilegan tilgang í lokaafurðinni skal það talið aukefni í matvælunum en ekki í bragðefninu.


5. gr.

10. gr. er verður 11. gr. orðast svo:

Bráðabirgðaleyfi.

Umhverfisstofnun getur veitt rekstraraðila bráðabirgðaleyfi til notkunar aukefna, sem ekki eru skráð í aukefnalista í viðauka II. Slík leyfi skulu aðeins veitt á grundvelli almennra skilyrða sem fram koma í viðauka I og takmarkast við tvö ár hið mesta.

Umsóknir um bráðabirgðaleyfi skal senda Umhverfisstofnun á eyðublöðum sem stofnunin lætur í té. Þeir sem sækja um bráðabirgðaleyfi skulu greiða gjöld til Umhverfisstofnunar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur. Umsóknargjald er óafturkræft þótt umsókn sé synjað.

Umhverfisstofnun getur einnig fellt tímabundið úr gildi eða takmarkað ákvæði aukefnalista, þegar gild rök eru fyrir því að ætla að notkun aukefna geti valdið heilsutjóni.


6. gr.

d) liður 12. gr. orðast svo:

sætuefni, hvort sem þau eru seld sem töflur, strásæta eða lausn, skulu merkt með upplýsingum um sætustyrk samanborið við sykur, t.d. "1 tafla = 1 teskeið sykurs eða 1 teskeið strásæta = 1 teskeið sykurs". Sætuefni sem innihalda sykuralkóhóla eða önnur efni sem gefa orku skulu auk þess merkt þannig að fram komi orkugildi sem kkal og kJ í 100 g, 100 ml eða tilteknum skammti vörunnar. Í tengslum við vöruheiti á borðsætuefnum skal koma fram merkingin "Borðsæta sem inniheldur ... ", þar sem fram kemur heiti sætuefnisins. Á umbúðum borðsætuefna sem innihalda aspartam og salt af aspartam og asesulfam skal koma fram merkingin: "Inniheldur fenýlalanín" og vörur sem innihalda sykuralkóhól skulu merktar: "Mikil neysla getur haft hægðalosandi áhrif".


7. gr.

Í stað orðanna: "Hollustuvernd ríkisins" í 15. gr., 16. gr. og 19. gr., ákvæði til bráðabirgða kemur "Umhverfisstofnun" í viðeigandi beygingarföllum.


8. gr.

Ákvæði í viðauka II (aukefnalisti) gilda áfram um notkun sætuefnisins sýklamínsýru og salta (E 952) til 29. júlí 2005. Einnig gilda áfram ákvæði um sölu og dreifingu á vörum sem innihalda sætuefnið sýklamínsýru og sölt (E 952) til 29. janúar 2006 í listanum.

Nýr aukefnalisti í viðauka II orðast svo:


9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á: tilskipun 2004/46/EB, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2004, þann 29. september 2004, tilskipun 2004/47/EB sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2004, þann 29. september 2004, tilskipun 2003/95/EB sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2004, þann 19. mars 2004, tilskipun 2004/45/EB sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2004, þann 29. september 2004, tilskipun 2003/114/EB sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2004, þann 24. september 2004 og tilskipun 2003/115/EB sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2004, þann 24. september 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 17. maí 2005.

F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Sigrún Ágústsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica