Sjávarútvegsráðuneyti

55/2005

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 575, 7. júlí 2004, um loðnuveiðar íslenskra skipa 2004/2005. - Brottfallin

1. gr.

Í stað: "224,138 lestir" í 2. mgr. 2. gr komi: 780.788 lestir.


2. gr.

Í stað 1. og 2. málsliðs 2. mgr. 5. gr. komi tveir nýir málsliðir er orðast svo: Óheimilt er að dæla afla úr nót veiðiskips um borð í flutningaskip eða vinnsluskip eða flytja óvigtaðan afla milli skipa nema með sérstöku leyfi Fiskistofu. Fiskistofa skal einungis gefa slíkt leyfi að talið sé tryggt að vigtun og skráning afla fari fram með fullnægjandi hætti.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 17. janúar 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica