Sjávarútvegsráðuneyti

751/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 669, 12. ágúst 2004, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2004/2005. - Brottfallin

1. gr.

Eftir 1. málslið 5. mgr. 8. gr. komi tveir nýir málsliðir er orðast svo: Heimild samkvæmt þessari málsgrein er bundin þeim skilyrðum, að afla undir tilgreindum stærðum, sbr. 1. málslið, sé haldið aðgreindum frá öðrum afla um borð í veiðiskipi og hann veginn sérstaklega af löggiltum vigtarmanni, sem annast endanlega vigtun. Þó er viðtakanda afla heimilt að aðgreina karfa styttri en 33 cm frá öðrum afla í vinnsluhúsi.


2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 13. september 2004.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica