Sjávarútvegsráðuneyti

81/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004. - Brottfallin

081/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003,
um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004.

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Um heimild til veiða umfram aflamark í einstökum botnfisktegundum, sem skerðir aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega, gildir 1. mgr. 10. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Sú takmörkun í 2. málslið 10. gr. að heimildin í hverri botnfisktegund skuli miðast við 2% af heildaraflaverðmæti botnfisksaflamarks gildir þó ekki við veiðar á löngu og keilu.


2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sbr. ákvæði í 2. gr. breytingarlaga nr. 147, 20. desember 2003 til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 27. janúar 2004.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica